Linda Ben

Hindberja humarsalat

Hindberja humarsalat sem kallar fram sumarið!

Einstaklega djúsí og ljúffengt salat með hvítlauks marineruðum skelflettum humar, hinberjum, bláberjum, furuhnetum og fleira góðgæti.

Það er afskaplega einfalt að smella þessu salati saman eins og svo mörgu öðru sem ég deili hér með ykkur á þessari síðu. Best er þó að smella humrinum í hvítlauks marineringu með smá fyrirvara en það er þó ekki nauðsynlegt. Svo er bara að skola salatið og berið, þerra þau vel og raða svo öllu saman á fallegan disk.

Hindberja humarsalat

Hindberja humarsalat

Hindberja humarsalat

 • U.þ.b. 400 g skelflettur humar frá Sælkerafisk
 • 2 msk ólífu olía
 • 2 litlir hvítlauksgeirar
 • ½ tsk þurrkað chillí
 • Salt og pipar
 • 2 msk smjör
 • 100 g Klettasalat
 • 1 mangó
 • 1 dl bláber
 • 150 g hindber
 • 100 g mosarella perlur
 • 1-2 msk furuhnetur

Aðferð:

 1. Afþýðið humarinn og leggið hann í marineringu með því að setja hann í skál ásamt ólífu olíu, pressið hvítlaukinn út á, kryddið með chillí og salt&pipar. Blandið öllu saman, setjið plasfilmu yfir skálina og látið marinerast inn í ísskáp í eins langan tíma og þið hafið, allt frá 10 mín og upp í sólahring.
 2. Skolið öll hráefnin í salatið fyrir utan mosarella perlurnar og fururhneturnar, þerrið vel. Skerið niður mangóið í litla teninga. Setjið öll hráefnin á fallegan disk.
 3. Setjið smjör á pönnu og eldið humarinn með marineringunni þar til hann er eldaður í gegn, athugið að ferlið tekur aðeins örfáar mínútur.
 4. Setjið humarinn yfir salatið ásamt sósunni sem hefur myndast.
 5. Dreifið mosarella perlum og furuhnetum yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Hindberja humarsalat

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5