Linda Ben

Hindberja maísbitar með hnetusmjöri og súkkulaði

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Muna

Hindberja maísbitar með hnetusmjöri og súkkulaði.

Hér höfum við alveg einstaklega holla og góða nammibita sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! lxMaður byrjar á því að mylja maískökur og blanda hnetusmjöri saman við, síðan bætir maður frosnum hindberjum saman við, smellir í form og setur í frysti. Á meðan það er inn í frysti bræðir maður súkkulaði og hellir því svo ofan á, lætur stirðna og sker svo í bita.

Hindberja maísbitar með hnetusmjöri og súkkulaði

Hindberja maísbitar með hnetusmjöri og súkkulaði

  • 60 g Maískökur frá Muna
  • 125 g Hnetusmjör fínt frá Muna
  • 1 msk hunang frá Muna
  • 100g frosin hindber
  • Suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Brjótið maískökurnar í skál og bætið hnetusmjörinu út á, blandið vel saman, gott er að nota hrærivél í þetta.
  2. Setjið frosin hindber út á og blandið létt saman.
  3. Setjið smjörpappír í lítið eldfast mót, ca. 15×20 cm á stærð og þrýstið deiginu í formið. Setjið í frystinn í ca klst.
  4. Bræðið súkkulaði og hellið yfir, skerið í bita.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Hindberja maísbitar með hnetusmjöri og súkkulaði

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5