Linda Ben

Klessuleg hvítsúkkulaði blondie með hindberjum

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Hindberja og hvítt súkkulaði blondie.

Hér höfum við alveg einstaklega ljúffenga köku sem geislar af sumri og ferskleika. Klessuleg hvítsúkkulaði blondie með hindberjum.

Hentugt er að baka þessa köku daginn áður og geyma í lokuðu íláti og taka með í ferðalag í sumar. Ég nota þetta kökuform en ég elska það sérstaklega þegar ég ætla að taka köku með mér í ferðalag, en það er í miklu uppáhaldi hjá okkur krökkunum að gera það.

Hindberja og hvítt súkkulaði blondie

Hindberja og hvítt súkkulaði blondie

Hindberja og hvítt súkkulaði blondie

Hindberja og hvítt súkkulaði blondie

Hindberja og hvítt súkkulaði blondie

 • 300 g smjör
 • 300 g sykur
 • 4 egg
 • 1 tsk vaniludropar
 • 175 g hveiti
 • 300 g Síríus sælkerabaksturs hvítir súkkulaðidropar
 • 200 g hindber
 • 2 msk flórsykur

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
 2. Bræðið saman smjörið og 150 g hvítt súkkulaði.
 3. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst
 4. Bætið vanilludropunum út í og hrærið.
 5. Hellið smjörböndunni saman við eggjablönduna, hægt og rólega, í mjórri bunu.
 6. Blandið hveitinu saman við.
 7. Hellið restinni af hvítu súkkulaðidropunum út í ásamt 100 g af hindberjum og hrærið saman.
 8. Klæðið 20×30 cm form með smjörpappír og hellið deiginu í formið, bakið í u.þ.b. 40 mín.
 9. Kælið kökuna
 10. Sigtið flórsykri yfir og raðið hindberjunum ofan á.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Hindberja og hvítt súkkulaði blondie

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5