Linda Ben

Hindberjabrauð og ný íslensk dagbók fyrir skipulagsfíkla

Recipe by
35 mín
Prep: 5 mín | Cook: 30 mín

Hátíðarnar hafa heldur betur verið yndislegar hjá okkur fjölskyldunni. Svefnrútínan hjá stráknum fékk að fjúka og hann því sofið til hádegis öll jólin ásamt okkur foreldrunum, þvílíkt dekur! Svo höfum við eytt mestum frítímanum okkar í að slaka á og að borða góðan mat, lífið er bara búið að vera yndislegt.

_MG_6448

Janúar er svo spennandi mánuður, nýtt ár hafið og maður fyllist af draumum og vonum fyrir nýja árinu. Mér finnst alltaf gott að setjast aðeins niður og leggja niður smá línur fyrir árið. Ég strengi ekki beint áramótaheit heldur hef meira svona mottó fyrir árið.

Ég keypti mér alveg mjög sniðuga dagbók um daginn en hún er hönnuð af tveimur íslenskum vinkonum sem hafa ástríðu fyrir skipulagi, markmiðum, jákvæðri hugsun og fallegum dagbókum. Dagbókin er virkilega vel sett upp og mjög auðvelt er að fá yfirsýn um líf sitt í henni, það sem maður þarf að gera, hvað maður vill gera aukalega og hvernig má koma því í framkvæmd. Með öðrum örðum þá hvetur bókin mann til að setja sér markmið og heldur manni við efnið við að ná markmiðunum. Bókin hvetur mann líka til þess að hugsa jákvætt með því að skrifa niður allt sem maður er þakklátur fyrir í vikunni og svo í lok árs er gerð samantekt á öllu því jákvæða sem hefur gerst á árinu. Eitthvað sem ég tel að sé hollt fyrir alla. Munum dagbækurnar eru mjög fallegar og einfaldar í útliti, stendur einungis 2016 framan á þeim en þær fást í bæði gráu og gulu. Þið getið skoðað bækurnar betur hér.

Í gær gerði ég alveg yndislegt hindberja brauð, það er heldur betur einfalt að útbúa og fljótlegt. Ekkert nýtt hér á nálinni, bara gamla góða bananabrauðið komið í nýjan búning, en það er svo gott að ég verð að segja ykkur frá því.

  • 1 bolli hveiti
  • 1 msk sykur
  • 1 egg
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 2 vel þroskaðir bananar
  • 2 dl frosin hindber

Bananar eru stappaðir niður, öllu blandað saman í skál og hrært saman. Sett í brauðform og bakað í 35 mín við 180°C.

_MG_6466

Njótið vel!

Kveðja

Linda Ben.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5