Linda Ben

Hollar súkkulaðibita muffins

Recipe by
30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín | Servings: 10-12 muffins

Þessar hollu súkkulaði muffins kökur eru alveg unaðslega góðar! Öllum óhollum hráefnum hefur hér verið skipt út fyrir hollari valkostinn. Ég mæli með að þið prófið þessar snilldar kökur!

Hollar súkkulaði muffins

Hollar súkkulaðibita muffins, uppskrift:

 • 1 ½ Bolli hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • ¼ tsk salt
 • 3 vel þroskaðir bananar
 • ¼ bolli hunang
 • 1 msk kókosolía
 • 1 egg
 • ½ bolli grískt jógúrt
 • 1 msk möndlumjólk eða þá mjólk sem þú vilt
 • ½ bolli súkkulaðibitar

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 175°C
 2. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti.
 3. Stappið bananana og setjið út í hveiti blönduna ásamt hunangi, kókosolíu, eggi og grískri jógúrt.
 4. Setjið mjólk og súkkulaðibita út í deigið.
 5. Setjið muffinsform í muffins álbakka, ég mæli alltaf með því að nota bakka undir muffinsformin til þess að kökurnar haldi lögun í ofninum. Fyllið muffins formin af deigi upp ¾ formanna. Ekki yfirfylla formin því þá er hætta á að kökurnar leki yfir formið.
 6. Bakið í 20-25 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Hollar súkkulaði muffins

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5