Linda Ben

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: Ein 25 cm pönnukaka

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma.

Hollenskri pönnuköku mætti lýsa sem barni eggjakökunnar og pönnukökunnar. Hún er þétt og matarmikil eins og eggjakaka en bragðast eins og pönnukaka.

Það er hægt að bera hana fram með ýmiskonar áleggjum, til dæmis er að finna alveg dásamlega útgáfu af hollenskri pönnuköku í bókinni minni kökur sem hægt er að kaupa til dæmis hér og í öllum helstu bókabúðum landsins sem og sérvöruverslunum.

Hér höfum við klassíska útgáfu af hollensku pönnukökunni með flórsykri, jarðaberjasultu og rjóma, alveg dásamlega góð. Þessi á eftir að koma þér skemmtilega á óvart!

 

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

 • 30 g smjör
 • 4 egg
 • 110 g hveiti
 • ½ tsk salt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150 ml mjólk
 • 200 ml rjómi
 • St. Dalfour jarðaberjasulta

Aðferð:

 1. Kveiki á ofninum og stillið á 230°C, undir og yfir.
 2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna örlítið.
 3. Þeytið eggin þar til þau eru orðið ljós.
 4. Setjið hveitið, saltið, vanilludropa, mjólkina og smjörið ofan í skálina og blandið saman þar til kekklaust.
 5. Smyrjið 25 cm eldfast mót og hellið deiginu í formið og bakið í u.þ.b. 18-20 mín án þess að opna ofninn. Slökkvið á ofninum en ekki taka pönnukökuna út, leyfið henni að vera inn í ofninum í 15 mín.
 6. Þeytið rjómann og berið fram með pönnukökunni ásamt jarðaberjasultu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5