Linda Ben

Hollur morgunmatur: Léttar og góðar banana pönnukökur

Recipe by
15 mín
Prep: 5 mín | Cook: 10 mín | Servings: 8 pönnukökur

Hollur morgunmatur, léttar og góðar banana pönnukökur

Hver elskar ekki að vakna við ilmandi góðar pönnukökur um helgar? Ég allavega veit ekki um betri leið til þess að vakna 🙂

Þessar pönnukökur eru léttar, bragðgóðar og hollar! Þær eru einfaldar að útbúa svo allir ættu að geta töfrað fram þessar hollu kræsingar heima hjá sér.

Hollur morgunmatur, léttar og góðar banana pönnukökur

Hollar banana og hafra pönnukökur, uppskrift:

 • 1 bolli heilhveiti
 • 1 bolli hafrar
 • 2 msk próteinduft (má sleppa)
 • 1 msk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk kanill
 • 1 egg
 • 1 vel þroskaður banani, stappaður
 • 1 og 1/2 bolli mjólk (má nota hvaða mjólk sem er t.d. möndlumjólk)
 • 1/2 bolli bláber (má sleppa)

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að blanda þurrefnunum saman í skál. Það er algjörlega valfrjálst að setja próteinduft út í, en þá mæli ég með að nota bragðgott prótein eins og til dæmis Superfood Proteinboost frá Nutribullet.
 2. Í skálina er svo bætt saman við stöppuðum bönunum, eggi og mjólk svo er öllu hrært vel saman.
 3. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að bæta bláberjum svo útí, en þá er gott að hræra sem minnst í deginu eftir það svo pönnukökurnar verði ekki fjólubláar.
 4. Hitið pönnukökupönnu og steikið hverja pönnuköku á báðum hliðum þangað til hún verður gullinbrún.
 5. Gott er að bera pönnukökurnar fram með möndlum, bananasneiðum og ef vilji er fyrir hendi, smá hlynsýrópi.

Ég elska að sjá réttina sem þið gerið með uppskriftunum mínum og því hvet ég ykkur til að merkja myndirnar ykkar #lindulostæti 

Fylgist með á Instagram!

Hollur morgunmatur, léttar og góðar banana pönnukökur

Njótið vel!

Ykkar, Linda

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5