Linda Ben

Hrekkavökuhugmynd – Drauga pizza

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Hér höfum við skemmtilega hugmynd fyrir hrekkjavökuna sem gaman er að gera með fjölskyldunni.

Pizzadeig er flatt út þannig að það líkist draugi, deigið toppað með pizzasósu og rifnum osti. Tvær ólífur og tómatur myndar svo munninn. Ótrúlega einfalt og skemmtilegt sem allir ættu að geta gert.

Hrekkavöku hugmyndir drauga pizza

Hrekkavöku hugmyndir drauga pizza

Drauga pizza

 • Pizzadeig (þessi uppskrift er mjög góð)
 • Pizzasósa
 • 230 g Rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum
 • 2 stk ólífur
 • 1 kirsuberjatómatur
 • Hvítlauksolía (má sleppa)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C, undir og yfir hita.
 2. Fletjið út pizzadeigið (mér finnst best að gera það í höndunum og toga það til), þegar þokkalegur hringur hefur myndast, togið þá deigið til frá hliðunum þannig að það myndar hendur, takið svo neðsta partinn og togið hann til hliðar.
 3. Setjið pizzasósu á botninn og svo vel af rifnum osti.
 4. Setjið tvær ólífur til að mynda augu og tómatinn fyrir neðan svo hann myndi munn.
 5. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 10-15 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast og kantarnir á deiginu sömuleiðis.
 6. Mjög gott að bera pizzuna fram með hvítlauksolíu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Hrekkavöku hugmyndir drauga pizza

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5