Linda Ben

Hrekkjavöku bollakökur með Wilton – Skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Recipe by
1 klst og 15 mín
Prep: 15 mín | Cook: 1 klst

Hrekkjavakan er á laugardaginn og ég er orðin alveg rosalega spennt! Mér finnst svo æðislegt að Íslendingar séu farnir að innleiða þessa skemmtilegu Amerísku hefð.

_MG_5256

Hrekkavöku úrvalið frá Wilton er alveg sérstaklega flott! Valkvíðinn blossaði upp alveg svakalega þegar ég var að reyna velja hvaða vörur ég ætti að nota. Eftir mikla umhugsun komst ég þó að niðurstöðu og gat hafist handa við að baka. Ég ákvað að búa til Red Velvet bollakökur með kökumixi frá Betty Crocker og Funfetti bollakökur frá Pillsbury. Þegar lögð er mikil vinna í að skreyta kökur þá finnst mér mjög þæginlegt að stytta sér leið með kökumixi, svo er það bara alveg rosalega gott líka.

_MG_5279

Í fyrsta skipti ákvað ég að skera út grasker. Ég hélt að það væri mun erfiðara svo það kom mér skemmtilega á óvart hversu auðvelt það var.

Ég byrjaði á því að taka mér miðstærðar hníf með tönnum. Svo skar ég toppinn af graskerinu, lyfti honum upp og gat þá tekið allt innihald graskersins út auðveldlega með skeið. Síðan teiknaði ég mynd af andliti á graskerið með penna sem hægt er að þrífa af með vatni. Svo skar ég eftir útlínunum sem ég hafði teiknað. Síðan skolaði ég graskerið, setti toppinn aftur á og þá var það tilbúið! Ekki flóknara en það.

_MG_5240

Á Red Velvet kökurnar smurði ég þunnu lagi af rjómaostakremi, tók svo einn dropa af rauðum matarlit, blandaði hann við 1 msk vatni og hrærði saman. Penslaði svo á kökurnar þannig það liti út eins og blóðdropi. Svo stakk ég kökuskrauts hníf ofan í blóðdropann.

Rjómaostakrem:

  • 100 g rjómaostur
  • 100 g smjör
  • 300 g fljórsykur
  • 1 tsk vanilludropar

_MG_5222

Ég gerði svo smjörkrem á Funfetti kökurnar og litaði helminginn svartann og helminginn appelsínugulann. Ég notaði Wilton stút númer 199 til að sprauta svarta kreminu og númer 233 með appelsínugula kreminu. Hægt er þó að nota hvaða stúta sem er, bara leyfa hugmyndafluginu að ráða.

Smjörkrem:

  • 200 g smjör
  • 300 g flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar

Ég skreytti kökurnar svo með „Skulls and Bones Mix”, „Pumpkin Mix” og „Jumbo Jack-O-Lanterns” kökuskrauti frá Wilton.

_MG_5225

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5