Linda Ben

Hressandi grænn ofurdrykkur

Recipe by
3 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Minute Maid | Servings: 2 glös

All þurfum við að hressa okkur við inn á milli, slappleiki nær bólfestu í okkur og við þurfum nauðsynlega að verða aftur frísk sem fyrst. Allavega er það þannig í mínu tilfelli, ég hef aldrei tíma til þess að verða slöpp. Engifer og sítróna virka vel til þess að vinna á slappleika og hressa mann við og því er gott að smella þeim innihaldsefnum í smoothie-inn sinn.

Þessi smoothie er einstaklega bragðgóður, ég geri hann ekki bara þegar ég vil hressa mig við, heldur líka bara þegar mig langar í góðan og hollan drykk.

Ég mæli innilega með að smakka þennan!

Grænn smoothie, heilsudrykkur

Hressandi grænn ofurdrykkur

  • 1 grænt epli
  • 1 cm engifer
  • 1 ½ lúka spínat
  • 1 banani
  • 1 msk chia fræ
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 2 dl Minute Maid epla safi eða vatn
  • Klakar

Aðferð:

  • Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið þar til allt verður að drykk.

Grænn smoothie, heilsudrykkur

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5