Linda Ben

Hvernig setur maður sykurmassa á “Ombre” köku og Candy Melts á sykurpúða pinna? Leiðbeiningar fyrir kökuveisluna!

Ombre kökur hafa verið mjög vinsælar upp á síðkastið en það eru kökur sem eru útbúnar úr mörgum botnum þar sem liturinn á botnunum er látinn tónast út. Til þess að fá sem hreinustu litina á kökuna þarf kökubotninn að vera alveg hvítur. Phillsbury Moist Supreme, classic white premium kökumixið er einmitt þannig, alveg skjanna hvítur og því er lítið mál að útbúa svona fallega ombre köku með því.

Kökuna þakti ég svo með hvítum sykurmassa og skreytti með sykurmassa blómum, allt er þetta einfalt að gera og gef ég ykkur nákvæmar leiðbeiningar svo það sé leikur einn fyrir ykkur að útbúa svona fallega köku líka.

Sykurpúða pinnar eru eitt það skemmtilegasta og einfaldasta sem hægt er að gera. Þeir lífga svo upp á veisluborðin og svo finnst krökkum þeir æðislegir. Ég nota alltaf Candy Melts til að þekja sykurpúðana en það er einskonar litað súkkulaði sem er mjög bragðgott.

Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

Sypurpúða pinnar:

 • 15 cm hvítir pinnar frá Wilton
 • Stórir sykurpúðar
 • Candy melts, fjólublár og hvítur
 • Kökuskraut frá Wilton

Aðferð:

 1. Stingið gat á sykurpúða með oddmjóum og beittum hníf, stingið svo pinna ofan í gatið, endurtakið fyrir eins marga sykurpúða og þið viljið.
 2. Bræðið Candy Melts yfir vatnsbaði.
 3. Setjið 1-2 msk af bragðlítilli olíu ofan í Candy Meltsið þangað til það verður þunn fljótandi. Passið að setja ekki of mikið af olíu því þá storknar ekki Candy Melts-ið. Gott viðmið er að hægt sé að setja það á sykurpúðana án þess að mikið af rákum myndist.
 4. Setjið pinnana í glas og látið þá þorna hálfvegis.
 5. Dreifið kökuskrauti yfir á meðan Candy Meltsið er ennþá smá blautt, hafið skál undir pinnunum á meðan þið setjið skrautið á svo það fari ekki til spillis.

_MG_8295 copy Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

Fjólublá Ombre kaka með sykurmassa:

 • 2 pakkar Pillsbury Moist Supreme, classic white premium cake mix
 • 2 og 1/2 bolli vatn
 • 1 bolli bragðlítil olía
 • 8 eggjahvítur

Kaka aðferð:

 1. Úbúið kökumixið eins og sagt er á umbúðunum, skiptið deiginu jafnt í 4 skálar.
 2. Í eina skálina setjið þið 1/2 dropa af fjólubláum matarlit, í næstu setjið þið 1 dropa af fjólubláum matarlit, í þriðju setjið þið 2 dropa af fjólubláum matarlit og í seinustu skálina setjið þið 3 dropa af fjólubláum matarlit.
 3. Bakið deigið í 18 cm formum, hvern lit fyrir sig, eins og lýst er á umbúðunum.

Smjörkrem uppskrift:

 • 500 g smjör við stofuhita
 • 1000 g flórsykur
 • 3 tsk vanilludropar

Krem aðferð:

 1. Hrærið smjörið þangað til það verður létt og loftmikið, bætið flórsykrinum hægt út í og þeytið þangað til allt verður létt og loftmikið. Setjið vanilludropana út í.
 2. Byrjið á því að raða dekksta botninum neðst, setjið krem á botninn og dreifið jafnt. Setjið svo næst dekksta litinn og svo krem ofan á hann. Endurtakið fyrir hina botnana og hyljið svo kökuna alveg með kremi.

Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

Sykurmassi uppskrift:

 • 1 pakki sykurmassi
 • um það bil 2-3 dl flórsykur, notið eins og þarf

Sykurmassi aðferð:

 1. Til þess að þekja kökuna með sykurmassa þá setjið þið 2-3 msk af flórsykri á borðið og hnoðið sykurmassann þangað til hann er byrjaður að mýkjast. Með nóg af flórsykri undir þá byrjið þið að fletja hann út með kökukefli. Mikilvægt er að taka sykurmassann upp og hreyfa hann til reglulega svo hann festist ekki við borðið. Fletjið hann út þangað til hann er orðinn nógu stór svo hann þekji kökuna.
 2. Takið undir sykurmassann með báðum höndum og lyftið honum varlega yfir kökuna. Rólega klappið sykurmassanum að hliðum kökunnar. Gott er að byrja efst allann hringinn, fara svo niður um 2 cm og klappa honum að, fara svo niður um aðra 2 cm og vinna sig þannig niður kökuna þangað til sykurmassinn er allstaðar þéttur að. Skerið afganginn af með hníf.

Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

Blóm uppskrift:

 • Afgangurinn af sykurmassanum
 • Fjólublár matarlitur
 • Svartur matarlitur
 • Fjólublátt matarsprey

Blóm aðferð:

 1. Skiptið afganginum af sykurmassanum í 2 parta, annar aðeins stærri en hinn. Litið minni partinn fjólubláan, setjið meiri flórsykur í sykurmassann ef þarf. Fletjið báða partana út með nóg að flórsykri undir.
 2. Skerið út 2 fjólubláa hringi og 3 hvíta hringi.
 3. Úbúið litla kúlu og setjið smá vatn ofan á kúluna.
 4. Leggið fjólubláu hringina á kúluna eins og á myndinni, setjið tvo hvíta hringi yfir.
 5. Spreyjið einn hvíta hringinn fjólubláann, reynið að hafa meira af spreyji örðum megin á hringnum. Leggið spreyjaða hringinn á hvítu hringina eins og á myndinni hér fyrir neðan. Þrýstið hringjunum niður í miðjunni eins og á myndinni hér fyrir neðan.
 6. Teiknið stuttar svartar línur í miðjuna á blóminu.
 7. Leyfið blóminu að þorna svolítið og færið það svo á kökuna. Þið festið blómið með því að setja smá vatn undir það.

Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnarOmbre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnarOmbre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar  Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

_MG_8130

Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

Ombre sykurmassa kaka og sykurpúða pinnar

Vonandi getið þið nýtt ykkur þessar hugmyndir ef veisla er framundan hjá ykkur 🙂

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem nefnd eru í þessari færslu fást í Kosti!

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5