Linda Ben

Dásamlega góðir hvítlauks humarhalar

Það er mjög fljótlegt og þægilegt að gera hvítlauks humarhala, það þarf aðeins sex innihaldsefni og tekur um það bil 30 mín að útbúa.

_MG_9428

Humarhalar eru fullkomnir sem forréttur en það er líka mjög gott að bera þá fram með nautasteik og vera þá með “surf n’ turf” sem flestum þykir æðislega gott!

_MG_9427

_MG_9423

Það er algengt að bera fram hvítvín með humar en ég persónulega er meira fyrir rósavín heldur en hvítvín og því bar ég fram rósavín frá Adobe með humarhölunum. Það er vottað lífrænt sem mér þykir mjög mikill kostur. Bragðið er milt og gott þar sem ferskt berjabragð er ríkjandi. Vín sem ég mæli mikið með!

_MG_9415

Hvítlauks humarhalar

 • 24 stk humarhalar
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • 100 smjör
 • 1 dl brauðrasp
 • Salt og pipar
 • Fersk steinselja

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
 2. Klippið í skelina á humrinum, ofan á, takið kjötið upp úr skelinni og hreinsið görnina.
 3. Bræðið smjörið, skerið hvítlaukinn smátt niður og setjið út í smjörið.
 4. Setjið örlítið af brauðraspi ofan á hvern humarhala.
 5. Setjið hvítlaukssmjör ofan á hvern humarhala, annað hvort með skeið eða pensli.
 6. Þumalputtareglan er að baka humarhalana inn í ofni í um það bil 7 mín. Það er mikilvægt að fylgjast vel með, því meta þarf eldunartíma eftir stærð humarhalana. Þegar þeir eru tilbúnir vera þeir hvítir og þéttari. Gott er að prófa einn og athuga hvort hann sé tilbúinn. Það er mjög mikilvægt að ofelda ekki humarhalana.
 7. Raðið humarhölunum á fallegan platta eða disk, kryddið með salt og pipar og skreytið með ferskri steinselju.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Fylgistu með á Instagram!

_MG_9428

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5