Linda Ben

Ilmandi ítalskt brauð sem þarf ekki að hnoða

Recipe by
2 tímar og 50 mín
Prep: 20 mín | Cook: 30 mín

Ilmandi heimabakað brauð með ólífum og ítölskum kryddum. Ef þú ert með súpu og vantar brauð með þá er þetta fullkomin tvenna þar sem betra súpu brauð er varla hægt að finna.

_MG_3763 copy

Svo skemmtir ekki fyrir að þetta er einfalt brauð sem þarf ekki að hnoða.

_MG_3801

Brauðið bragðast hreint út dásamlega líka með krydd-rjómaosti, avocadó og spældu eggi, en það er í miklu uppáhaldi hjá mér.

_MG_3812

Heimabakað ítalskt brauð

 • 1 ½ tsk þurr ger
 • 1 ¾ dl volgt vatn
 • 8 ¼ dl brauð-hveiti (hærra glútein innihald)
 • 3 msk ólífu olía
 • 2 msk sykur
 • 1 tsk oreganó
 • 1 tsk timjan
 • 1 tsk rósmarín
 • 2 tsk sjávar salt
 • 1 dl svartar ólífur, skornar í sneiðar (má sleppa)

Aðferð:

 1. Blandið þurrgerinu út í vatnið og látið standa í 10 mín.
 2. Blandið saman hveiti, öllum kryddum og sykri saman. Bætið ger-vökvanum út á, ásamt olíunni í hveitið og hrærið saman þangað til myndast hefur gott, þétt deig.
 3. Bætið ólífunum út í deigið, við það blotnar aftur upp í deiginu (ef það er ennþá of þurrt þá getiði bætt út í meira af vökva).
 4. Látið deigið hefast í olíuborinni skál á volgum stað í 2 klst eða þangað til það hefur tvöfaldast í stærð.
 5. Stillið ofninn á 200°C.
 6. Myndið brauðhleyf úr deiginu, gott að gera fallega kúlu og skera 4x létt ofan í hana til að mynda fallegar rákir. Látið deigið hefast aftur þangað til ofninn hefur náð réttu hitastigi og bakið svo í um það bil 30-45 mín. Góð leið til að vita hvort brauðið sé bakað er að banka í það en ef holt hljóð myndast þá er það tilbúið.

_MG_3787

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5