Linda Ben

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Ég er alltaf að reyna að vera duglegri að skrifa um heimilið hérna á blogginu en ég er aðallega virk í því á Instagram og því er klárlega kominn tími á smá uppfærslu.

Við erum búin að koma okkur vel fyrir í 60 fm íbúðinni okkar sem er auka íbúð í húsinu sem við erum að byggja. Íbúðin er með sér inngangi, sér bílastæði og er í raun eins prívat og íbúðir gerast.

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Það eru svo stórir og góðir gluggar á íbúðinni svo hún er ótrúlega björt og falleg. Svo er auðvitað útsýnið, ástæðan fyrir þessari framkvæmdagleði (eða framkvæmdarugli fer eftir því hvernig þú hittir á okkur), svo stórkostlegt! Ég gleymi mér oft tímunum saman bara að stara út um gluggann, ég er óendanlega þakklát fyrir allt í lífi mínu sem hefur leitt mig á þennan stað sem ég er á núna sem ég elska svo mikið. Ekki misskilja mig, það er engin röð tilviljana eða heppni sem leiddi okkur hingað, heldur hörku vinna og óbilandi vilji til þess upplifa akkurat þetta. Það er því ólýsandi tilfinning að vera byrjuð að uppskera örlítið af vinnunni okkar.

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

LindDNA nýtt matarstell, svart matt

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Íbúðin samanstendur af opnu eldhúsi og stofu í sama rými með stórum gluggum og stórkostlegu útsýni. rúmgóðu baðherbergi með þvottavél og þurrkara og aðstöðu fyrir þurrkgrind. Svefnherbergið er stórt, en þar komum við fyrir 180 cm rúmi og 80 cm barnarúmi, skrifborði/snyrtiborði, kommóðu, dótahillu og 175 cm skápi! Það ferð því alveg ótrúlega vel um okkur þar og sofum við vært öll þrjú þar á nóttinni.

Innlit heim í notalega 60 fm leiguíbúð

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Innlit heim í notalega 60 fm íbúð

Næst munum við flytja inn á neðri hæð hússins en við tókum ákvörðun um að búta framkvæmdirnar niður  og taka þetta í smá skrefum svo verkefnið verði aldrei óyfirstíganlega stórt, einnig er það betra fyrir okkur fjárhagslega að hluta framkvæmdirnar niður. Við erum alveg á fullu í framkvæmdunum þessa dagana og ef þig langar til þess að fylgjast með þá mæli ég með að þú skoðir Insta story á Instagram.

Innlit heim í notalega 60 fm leiguíbúð

Þangað til næst!

Þín, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5