Linda Ben

Ískúlur með karamellukurli

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Kjörís

Ískúlur með karamellukurli

Ótrúlega góðir heimagerðar karamellukurls ískúlur. Formin eru hjúpuð þykku súkkulaði og karamellukurli með súkkulaði í botninum. Það er svo skemmtilegt að útbúa sína eigin ístoppa, sérstaklega þegar maður býður krökkunum að vera með, þeim finnst þetta alveg stórmerkilegt.

Ísfomin er best að nálgast í næstu ísbúð en einnig er hægt að kaupa þau í sumum matvöruverslunum.

Góða skemmtun!

Karamellukurls ístoppar

Karamellukurls ístoppar

Karamellukurls ístoppar

Karamellukurls ístoppar

Karamellukurls ístoppar

Ískúlur með karamellukurli

  • Ísform
  • 150 g súkkulaði
  • 50 g rjómi
  • Karamellukurl
  • Mjúkís ársins 2021 með karamellukurli og dökkri karamellu

Aðferð:

  1. Finnið til bakka, kassa eða ílát sem ísformin geta staðið í án þess að reka saman. Hægt er að nota t.d. pappakassa og gera gat á hann, en ég notaði íspinnaform og setti platfilmu yfir og stakk formunum ofan í.
  2. Bræðið súkkulaðið og rjómann saman. Setjið 1 tsk brætt súkkulaði ofan í formin og á brúnir formana, setjið karamellukurl á súkkulaðið og setjið formin í frysti til að láta súkkulaðið harðna. Takið ísinn úr frystinum. Útbúið kúlur úr ísnum og setjið á smjörpappír. Setjið ískúlurnar í frystinn en skiljið restina af ísnum eftir uppá borði.
  3. Þegar ísinn í dollunni er orðinn örlítið mjúkur og súkkulaðið alveg hart á formunum, fyllið þá formin af ís. Setjið ísformin aftur inn í frysti í 1-2 mín. Setjið svo ískúlurnar ofan á formin, pressið svolítið saman svo þær festist örugglega vel. Setjið aftur í frystinn þar til borða á ísinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Karamellukurls ístoppar

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5