Linda Ben

Jarðaberja og greipaldin kokteill

Jarðaberja og greipaldin kokteill sem er afar bragðgóður en jafnframt einfaldur kokteill.

Kokteillinn hentar vel hvort sem fordrykkur eða í kokteilkeppnina hjá vinahópnum.

Drykkurinn er útbúin með því að smella öllum hráefnum saman í kokteilhristara og hrista vel saman. Það er mikilvægt að eyða dálitlum tíma í að hrista svo eggjahvítan þeytist en þá kemur svo ótrúlega góð froða ofan á kokteilinn sem er algjörlega ómissandi. Munið bara að sigta klakana frá drykknum áður en þið hellið í glösin.

Greipaldin og jarðaberja safana fann ég tilbúna út í Krónu en ef það reynist erfitt er alltaf hægt að kaupa fersk og kreista safann úr, en þá gæti verið gott að bæta við örlitlu sykursírópi saman við.

Jarðaberja og greipaldin kokteill

Jarðaberja og greipaldin kokteill

Uppskrift miðast við 2 kokteila

  • 60 cl gin
  • 1 dl greip safi
  • 1 dl jarðaberja safi
  • 1 eggjahvíta
  • Klakar

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni í kokteilhristara og hristið mjög vel saman svo eggjahvítan þeytist.
  2. Hellið í gegnum sigti ofan í köld kokteilglös.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5