Linda Ben

Jarðaberja og rjómaostafyllt french toast

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Krónuna

Hér höfum við alveg dásamlega gott french toast sem er fyllt með rjómaosti, jarðaberjum og hunangi. Rjómaosturinn bráðnar á pönnunni sem gerir brauðið alveg stórkostlega “djúsí” og ljúffengt! Þetta er klárlega einn af mínum allra uppáhalds spari morgunverðum og ég hef fulla trú á að hann verði þinn líka.

Maður byrjar á því að útbúa rjómaostablönduna. Uppskriftin er miðuð við 2 samlokur en þú getur margfaldað uppskriftina eftir því hversu samlokur þú vilt gera.

Það er hægt að útbúa brauðin daginn áður og láta þau drekkja í sig mjólkureggjablönduna yfir nótt, það mun bara skila þér meira djúsí brauði. Passaðu bara að geyma brauðin þá í eldfastamótinu og loka því vel t.d. með plastfilmu. Svo steikiru brauðið bara um morguninn. Þessi uppskrift er því afar hentug þegar þú vilt gera extra vel við þig og þína en hefur kannski ekkert alltof mikinn tíma um morguninn.

Jarðaberja og rjómaostafyllt french toast

Jarðaberja og rjómaostafyllt french toast

Jarðaberja og rjómaostafyllt french toast

Jarðaberja og rjómaostafyllt french toast

Jarðaberja og rjómaostafyllt french toast

  • 4 stk Samlokubrauð (mér finnst heimilisbrauð henta best í french toast)
  • 2 egg
  • 1 dl nýmjólk
  • 1 msk smjör
  • 1/4 tsk kanill
  • 2 msk rjómaostur
  • 3-4 jarðaber (fer eftir stærð)
  • 1/2 msk hunang
  • Hlynsíróp
  • Fleiri jarðaber til að bera fram með frech toastinu
  • Örlítill flórsykur (má sleppa)

Aðferð

  1. Skerið jarðaber niður í bita.
  2. Hrærið saman rjómaostinn, hunangið og jarðaberjabitana. Skiptið blöndunni á milli tveggja brauðsneiða. Setjið aðra brauðsneið ofan á hverja sneiðina með rjómaostinum.
  3. Hrærið saman egg, mjólk og kanil, ég notaði lítið eldfastmót sem passaði vel fyrir 1 samloku. Leggið samlokuna ofan í eggjablönduna, leyfið annari hliðinni að draga blönduna vel í sig og snúið svo samlokunni svo hin hliðin dragi líka eggjablönduna í sig.
  4. Setjið 1/2 msk af smjöri á pönnu og stillið á meðal lágum hita. Steikið samlokuna á pönnunni og setjið lok á pönnuna. Snúið við samlokunni þegar önnur hliðin er orðin elduð (þið sjáið að brauðið er byrjað að brúnast og eggin elduð), lokið aftur pönnunni með loki svo rjómaosturinn inn í bráðni. Endurtakið fyrir hina samlokuna.
  5. Sigtið örlítinn flórsykur yfir ef þið viljið, berið fram með hlynsírópi og ferskum jarðaberjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Jarðaberja og rjómaostafyllt french toast

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5