Linda Ben

Jarðaberjaakurs salatið

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 2 manns

Jarðaberjaakurs salatið.

Hér höfum við salat sem ég kaupi mér stundum á skyndibitastað þegar ég er á flakki um bæinn. Mig langaði mikið í þetta salat en fannst alltof langt að fara að kaupa það, svo ég ákvað að gera það heima.

Það er virkilega einfalt að smella því saman, maður sker fersku innihaldsefnin niður og setur í skál ásamt rifnum osti. Græjar sósuna með því að hræra saman gríska jógúrt, hvítlauksolíu, balsamik edik, salt og pipar og grænu pestói. Þessu hellir maður svo yfir salatið, hrærir öllu saman og setur svo falafell bollurnar út á salatið. Ég vona að þið prófið því ég held að þið eigið eftir að elska þetta salat

Einfalt og ótrúlega gott!

Jarðaberjaakur salat

Jarðaberjaakur salat

Jarðaberjaakurs salatið

 • 250 g ferskt salat
 • 200 g jarðaber
 • 200 g vínber
 • 1/2 agúrka
 • 1/2 mangó
 • 100 g Rifinn mozarella frá Örnu Mjólkurvörum
 • 300 g falafell bollur
 • 50 g Nachos snakk

Dressing:

 • 1 dl grískt jógúrt
 • 1 msk hvítlauksolía
 • 1 msk balsamik með hunangi (líka hægt að nota klassískt balsamik edik og 1 tsk hunang)
 • salt og pipar
 • 1 msk grænt pestó

Aðferð:

 1. Eldið falafell bollurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
 2. Skerið salatið, jarðaberin, vínberin, agúrkuna og mangóið niður í litla bita og setjið í stóra skál. Bætið rifnum osti út á.
 3. Blandið saman grísku jógúrti, hvítlauksolíu, balsamik ediki, salti, pipar og grænu pestói. Hellið út á salatið og blandið öllu saman.
 4. Bætið falafell bollunum út á salatið

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

 

Jarðaberjaakur salat

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5