Jarðaberjaís með bleikum kremkexbitum er eitthvað sem þú verður að smakka.
Ísinn er afskaplega einfaldur að gera og svakalega góður! Ísinn hvarf hér á heimilinu á augabragði en krakkarnir mínir voru algjörlega að elska þennnan ís.
Ísinn er gerður á svipaðan hátt og maður útbýr bragðaref að því leyti að maður notar tilbúinn rjómaís og blandar öllu saman við hann í skál. Nema hvað til að útbúa kúlur úr ísnum þarf hann að sjálfsögðu að vera frosinn. Þið ráðið því algjörlega sjálf hvort þið viljið fyrsta ísinn aftur eða bara borða hann beint eins og bragðaref.
Jarðaberjaís með bleikum kremkexbitum
- 200 g frosin jarðaber
- 1/2 dl sykur
- Safi úr 1/2 sítrónu
- 1 líter vanillu rjómaís
- 260 g bleikt kremkex með jarðaberjabragði
Aðferð:
- Setjið jarðaberin í skál ásamt sykri og safa úr 1/2 sítrónu, hrærið saman og leyfið jarðaberjunum að afþyðna, mjög sniðugt að smella þessu inn í örbylgju í nokkrar sek til dæmis. Þegar þau eru orðin afþyðin skerið jarðaberin í bita.
- Setjið rjómaísinn í stóra skál og setjið jarðaberin út í skálina. Brjótið kremkexið út í skálina og hrærið öllu saman.
- Hellið ísnum í fallegt ísform, ég notaði form sem er 25×10 cm. Setjið ísinn í frysti í a.m.k. 1 klst eða þar til ísinn er aftur orðinn frosinn.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: