Linda Ben

Jógúrt og ávaxta grautur

Recipe by
5 mín

Þennan graut er gott að skella í og taka með sér sem nesti eða útbúa á kvöldin og borða svo í morgunmat.

 

Jógúrt og ávaxta grautur

 • ½ banani
 • ½ kíví
 • 1 msk chia fræ
 • 2 msk hafrar
 • 3 msk grísk jógúrt
 • ½ dl mjólk
 • 10-15 vínber

Aðferð:

 1. Stappið bananann og kívíið niður, setjið í skál og blandið chia fræjum og höfrum saman við.
 2. Blandið gríska jógúrtinu fyrst saman við og svo mjólkinni.
 3. Færið yfir í krukku og geymið í ísskáp í 30 mín eða yfir nótt.
 4. Setjið 10-15 vínber yfir áður en borðað.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér ótrúlega gaman ef þú myndir láta mig vita hvernig smakkast. Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_7309

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5