Linda Ben

Jógúrt ostakaka á múslí botni

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Jógúrt ostakaka á múslí botni

Þessi jógúrt ostakaka á múslí botni hentar vel á brunch borðið.

Botninn er úr dásamlegu múslí sem er stökkt og bragðgott á meðan kakan sjálf er úr grísku jógúrti og rjómaosti. Hollari morgunverðarútgáfa af klassísku ostakökunni.

Jógúrt ostakaka á múslí botni

Jógúrt ostakaka á múslí botni

Jógúrt ostakaka á múslí botni

Jógúrt ostakaka á múslí botni

Jógúrt ostakaka á múslí botni

  • 300 g classic crunchy múslí frá Kellog’s
  • 100 g smjör
  • 300 g rjómaostur
  • 300 g grískt jógúrt
  • 150 g flórsykur
  • 250 g bláber
  • Fersk mynta (má sleppa)

Aðferð

  1. Bræðið smjörið og mylljið helminginn (150 g) af múslíinu í matvinnsluvél, blandið smjörinu saman við. Bætið restinni af múslíinu út í og rétt svo púlsið það niður með matvinnsluvélinni, það á vera nokkuð gróft ennþá, blandið svo saman blöndunni með sleif.
  2. Smyrjið 22 cm hring af smelluformið og klæðið hringinn með smjörpappír. Leggið hringinn á kökudisk og setjið múslíblönduna ofan í hringinn á kökudiskinn. Passið að hafa hringinn akkúrat í miðjunni á diskinum og þéttið botninn niður, gerið hann örlítið hærri í hliðunum. Setjið í frysti eða kæli.
  3. Þeytið rjómaostinn létt þar til hann verður kekklaus. Bætið þá út í gríska jógúrtinu og flórsykrinum.
  4. Setjið jógúrtblönduna á botninn en reynið að setja ekki á kantana á botninum. Setjið i kæli (má vera frá 1 klst og lengur, þægilegt að gera kökuna daginn áður).
  5. Takið smelluformshringinn í burtu og bætið ferskum bláberjum ofan á, skreytið með ferskri myntu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Jógúrt ostakaka á múslí botni

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5