Linda Ben

Lúxus jólajógúrt parfait með kanilkexi og eplum

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi með Örnu Mjólkurvörum | Servings: 4 manns

Jólajógúrt parfait hentar fullkomlega í jóla brunchinn. Bökuðu eplin og kanillinn gerir það að verkum að maður kemst svo sannarlega í jóla gírinn með hverjum bitanum.

Parfait er fyrir þá sem ekki vita, blanda af jógúrti, ávöxtum og einhverju stökku eins og t.d. múslí.

Jólajógúrt parfait og hentar vel sem eftirréttur á brunch borðið. Það inniheldur rauð epli, kanilkex og súkkulaðidropa, eitthvað sem enginn parfait aðdáandi getur staðist!

Þessi uppskrift miðast við 4 glös.

Jólajógúrt parfait

Jólajógúrt parfait

Jólajógúrt parfait með kanilkexi og eplum

  • 2 krukkur grísk jólajógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 rautt epli
  • Örlítill sítrónusafi
  • u.þ.b. 10 LU Bastogne kanil kexkökur
  • u.þ.b. 4 msk dökkir súkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Myljið kexkökurnar niður, passið að mylja þær ekki of fínt, það eiga að vera frekar grófir bitar líka í mulningnum. Setjið 1 msk af mulningi í botninn á hverju glasi, fallegt að láta kexið sjást í hliðunum.
  2. Skerið eplið smátt niður og kreistið sítrónu yfir til þess að koma í veg fyrir að eplið oxist og verði brúnt.
  3. Setjið u.þ.b. ½-1 msk af eplabitum í glasið og nokkra súkkulaðidropa.
  4. Skiptið gríska jólajógúrtinu á milli glasanna.
  5. Skreytið glösin með eplabitum, súkkulaðidropum og restinni af kanilkexinu.

Jólajógúrt parfait

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5