Linda Ben

Ostafyllt brauðstanga jólatrés pizza

Recipe by
25 min
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Ostapizza er í algjöru uppáhaldi á þessu heimili þessa dagana, því meira af osti, því betri er pizzan finnst okkur.

Ég smellti uppáhalds pizzunni okkar í jólagallan og úr varð brauðstanga jólatrés pizza!

Brauðstanga jólatrés pizzan hentar vel sem fingramatur og því kjörin í jólaboðið, hvort sem henni er ætlað börnum eða fullorðnum.

Jólatrés ostafyllt brauðstanga pizza

Jólatrés ostafyllt brauðstanga pizza

Ostafyllt brauðstanga jólatrés pizza

  • Tilbúið upprúllað pizzadeig
  • Hvítlauks olía
  • Rifinn ostur með hvítlauk frá Örnu Mjólkurvörum
  • Pipar Kryddostur
  • Rjómaostur (má sleppa)
  • Parmesan ostur (má sleppa)
  • Trönuberja sulta

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C.
  2. Rúllið út pizzadeiginu, skerið það þannig það verði að löngum þríhyrning. Setjið afrenningana á annan smjörpappír og raðið saman svo myndist annar eins þríhyrningur, klemmið hann saman í miðjunni.
  3. Setjið hvítlauksolíu á botninn, dreifið rifna hvítlauksostinum yfir allt. Skerið piparostinn í litla bita og dreifið yfir. Setjið rjómaost hér og þar yfir deigið og rífið svo parmesan ostinn yfir.
  4. Takið heila þríhyrninginn og leggið yfir deigið með ostunum, klemmið saman með fram hliðunum. Skerið 3 cm renninga þvert í þríhyrninginn en skiljið þó miðjuna eftir heila. Snúið upp á renningana eins og á myndinni.
  5. Bakið inn í ofni þar til orðið gulliðbrúnt, setjið hvítlauksolíu yfir þegar hún er komin út úr ofninun og rífið jafnvel smá parmesan ost yfir ef þið viljið.
  6. Berið fram með trönuberja sultu.

Jólatrés ostafyllt brauðstanga pizza

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5