Linda Ben

Kaldur hafragrautur með hnetusmjöri og berjum

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 1 grautur

Kaldur hafragrautur með hnetusmjöri og berjum sem er svo góður!

Þennan graut er upplagt að gera kvöldið áður og eiga tilbúinn inn í ísskáp morguninn eftir.

Grauturinn er stútfullur af hollri orku sem heldur manni söddum langt fram eftir degi.

Kaldur hafragrautur með hnetusmjöri og berjum

Kaldur hafragrautur með hnetusmjöri og berjum

Kaldur hafragrautur með hnetusmjöri og berjum

  • Þykk AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
  • ½ dl hafrar
  • ½ msk chia fræ
  • ½ banani
  • 1 tsk hnetusmjör
  • 2-3 jarðaber
  • 1 lúka bláber

Aðferð:

  1. Blandið saman AB-mjólk, höfrum og chia fræjum. Skerið bananann í bita og blandið honum saman við. Setjið í krukku.
  2. Setjið hnetusmjör ofan á.
  3. Skerið jarðaberin i sneiðar og setjið ofan á ásamt bláberjunum.
  4. Ath. ef þið viljið lenga geymslutíma grautsins þá sleppiði að setja berin ofan á, þannig geymist hann í u.þ.b. 2 daga í kæli.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Kaldur hafragrautur með hnetusmjöri og berjum

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5