Linda Ben

Karamellu páskaeggja pavlóvur

Það er innan við mánuður í páskana og því er upplagt að hita svolítið upp fyrir þessa dásamlegu hátíð sem í mínum huga er alltaf svolítill vorboði. Ég bara elska þegar búðirnar fyllast af páskaeggjum og túlípönum því þá veit ég að myrkasti tíminn er liðinn og það er farið að styttast í vorið.

Þessar ljúffengu pavlóvur eru fullkomnar sem eftirréttur eftir góða máltíð, sem og sem sætur biti til að bjóða upp á í veislum.

Maður byrjar á því að smella í pavlóvurnar og á meðan þær eru í ofninum þá bræðir maður saman karamellusúkkulaði og rjóma og lætur þá blöndu kólna.

Svo þeytir maður rjóma með karamellusúkkulaðibráðinni og sprautar honum á pavlóvurnar og inn í lítil Doré páskaegg. Páskaeggin setur maður svo ofan á rjómann og skreytir með karamellukurli.

Þetta er algjörlega ómótstæðilegur eftirréttur sem á eftir að slá í gegn hjá þér!

Páskaeggja pavlóvur

Páskaeggja pavlóvur

Páskaeggja pavlóvur

Páskaeggja pavlóvur

Páskaeggja pavlóvur

Páskaeggja pavlóvur

Páskaeggja pavlóvur

Karamellu páskaeggja pavlóvur

  • 6 eggjahvítur
  • 3,5 dl sykur
  • 2 tsk kornsterkja (maizenamjöl)
  • 1/8 tsk cream of tartar
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 tsk hvítt borðedik
  • 2 msk Síríus kakóduft

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 120ºC, undir og yfir hita.
  2. Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina ásamt cream of tartar og notið þeytarann.
  3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.
  4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 msk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).
  5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við í ½ mín lengur.
  6. Setjið kakóduftið ofan í deigið og hrærið því varlega saman við með sleikju.
  7. Setjið smjörpappír á ofnplötu, notið tvær matskeiðar til að útbúa u.þ.b. 10 cm kökur, hverr kaka er u.þ.b. 2 msk af deigi. Notið bakhliðina á skeiðinni til að útbúa skál úr marengsinum. Passið að hafa smá fjarlægð á milli  því marengsinn stækkar örlítið í ofninum.
  8. Bakið í 40-50 mín, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn. Látið kökurnar kólna með ofninum. Takið þær út þegar ofninn hefur kólnað fullkomlega.

Karamellusúkkulaði rjómi

  • 500 ml rjómi (skipt í 400 ml og 100 ml)
  • 150 Síríus karamellusúkkulaðidropar
  • 50 g Síríus karamellukurl
  • 10 Dore páskaegg nr. 1

Aðferð:

  1. Hitið 100 ml rjóma að suðu. Setjið karamellusúkkulaðidropana í skál og hellið heita rjómanum yfir. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og blandan samlagast. Setjið skálina í ísskáp eða frysti og kælið þar til blandan er orðin köld en ekki stíf.
  2. Þeytið 400 ml rjóma þar til hann er orðinn létt þeyttur, hellið þá karamellusúkkulaðirjómanum út í og þeytið áfram þar til hann er orðinn stífur.
  3. Hitið lítinn og mjög beittan hníf undir heitu vatni. Þurrkið vatnið af hnífnum og skerið toppinn af páskaeggnunum. Þið munið þurfa endurhita hnífinn oft í þessu ferli. Sprautið rjóma ofan í eggin og ofan á hverja pavlóvu og setjið rjómafyllta eggið ofan á. Skreytið með karamellukurli.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5