Linda Ben

Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði

Recipe by
2 klst og 30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: u.þ.b. 20 stk

Þessa uppskrift er að finna í Kökubækling Nóa Síríus 2021 sem ég gerði. Mér fannst það ótrúlega skemmtilegt verkefni að gera bæklinginn og er virkilega stolt og ánægð með útkomuna.

Þessar smákökur eru extra þunnar, krispí og klístraðar. Algjörlega ómótstæðilegar og dásamlegar jólasmákökur.

Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði

Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði

Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði

Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði

  • 230 g mjúkt smjör
  • 100 g sykur
  • 200 g púðursykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 250 g hveiti
  • ½ tsk matarsódi
  • ¼ tsk salt
  • 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
  • 150 g Síríus karamellukurl

Aðferð:

  1. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
  2. Bætið eggjunum út í, eitt í einu, og þeytið vel á milli.
  3. Bætið vanilludropunum út í.
  4. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti og blandið því létt saman við eggjablönduna.
  5. Bætið hvíta súkkulaðinu og karamellukurlinu saman við.
  6. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið í 2 klst.
  7. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  8. Myndið kúlur úr 1 msk sf deigi og setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu, hafið gott bil á milla kúla því þær fletjast mikið út í ofninum. Bakið í 10-13 mín eða þar til brúnirnar eru byrjaðar að dökkna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5