Linda Ben

Kirsuberja daiquiri

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 3 glös

Hér höfum við ótrúlega ljúffengan kirsuberja daiquiri kokteil. Maður tekur nokkra kirsuberja Sun Lolly úr frystinum og smellir þeim í blandarann ásamt og ljósu rommi, ef maður vill hafa drykkina extra frosna og bleika þá er gott að setja svolítið af klökum með og 1-2 msk af trönuberjasafa, en það er samt ekki nauðsynlegt.

Einfaldasta útgáfan af þessum drykk er að smella Sun Lollý í skál, bæta romminu út á og stappa saman með gaffli sem hentar mun betur ef þú ert ekki með blandara.

Drykkurinn er alveg ótrúlega góður og ég er viss um að þú eigir eftir að elska hann!

Kirsuberja daiquiri

Kirsuberja daiquiri

Kirsuberja daiquiri

  • 6 stk Sun Lolly með kirsuberjabragði
  • 9 cl ljóst romm
  • Klakar (magn fer eftir hversu frosinn þið viljið drykkinn)
  • 1-2 msk trönuberjasafi/bleikur matarlitur (má sleppa en gefur fallegan lit)

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til orðið er að krapi, skiptið í 3 glös.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Kirsuberja daiquiri

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5