Linda Ben

Kirsuberja marengsterta

Recipe by
2 klst og 30 mín
Prep: 30 mín | Cook: 2 klst | Servings: 15 manns

Einfalt er oft best þegar kemur að marengstertum.

Þessi stökki og tyggjanlegi rice crispies marengsbotn er virkilega góður. Kakan er svo skreytt með rjóma, snickersi og kirsuberjum sem er himnesk blanda. Ein besta marengsterta sem ég hef smakkað lengi.

Kirsuberja marengsterta

Marengsterta uppskrift:

 • 120 g eggjahvítur
 • 1/8 tsk cream of tartar
 • klípa af salti
 • 220 g sykur
 • 2 bollar rice crispies
 • 500 ml rjómi
 • 2 snickers
 • 30 steinhreinsuð kirsuber (líka hægt að nota frosin, en leyfið þeim þá að afþyðna fyrst og þerrið þau vel)

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 120°C og blástur
 2. Þeytið eggjahvítur með cream of tartar og salti þangað til byrjar að freyða.
 3. Setjið sykurinn út í og stífþeytið eggjahvíturnar.
 4. Setjið rice crispies út í eggjahvíturnar og blandið saman með sleikju
 5. Teiknið tvo jafn stóra hringi á smjörpappír, gott er að leggja disk á smjörpappírinn og strika með fram honum.
 6. Skiptið deiginu jafn á milli hringjanna og sléttið vel úr deiginu á hvorum hringnum.
 7. Bakið botnana í 50 mín. Slökkvið svo á ofninum og leyfið botnunum að kólna inn í ofninum í klukkutíma. Takið svo út úr ofninum og leyfið botnunum að kólna fullkomlega
 8. Þeytið rjómann, steinhreinsið kirsuberin og skerið snickersið í litla bita.
 9. Setjið 1 msk rjóma á kökudisk og neðri botninn ofan á rjómann, þetta kemur í veg fyrir að kakan hreyfist ofan á diskinum.
 10. Setjið helminginn af rjómanum ofan á neðri botninn ásamt helmingnum af kirsuberjunum og snickersinu. Setjið efri botninn ofan á, setjið afganginn af rjómanum, dreyfið kirsuberjum og snickersi yfir kökuna.

Kirsuberja marengsterta

Kirsuberja marengsterta

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5