Linda Ben

Kjúklingalæri elduð í einu fati

Recipe by
45 mín
Prep: 15 mín | | Servings: 4 manns

Kjúklingalæri elduð í einu fati með sætum kartöflum, brokkoí og fullt af öðru grænmeti. Einstaklega bragðgóður og einfaldur réttur, allt eldað saman í einu fati sem er eldunaraðferð sem við svo mörg elskum. Brögðin blandast öll svo vel saman inn í ofninum, uppvaskið er í algjöru lágmarki og fyrirhöfnin líka.

Kjúklingalæri elduð í einu fati

Kjúklingalæri elduð í einu fati

 • 6 stk úrbeinuð kjúklingalæri
 • Kjúklinga kryddblanda
 • Sæt kartafla
 • Brokkolíhaus
 • 150 g sveppir
 • 1 stk græn paprika
 • 2-3 msk hágæða ólífu olía
 • Salt og pipar
 • Hvítlaukssósa

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita, kryddið kjúklinginn vel og geymið.
 2. Skerið sætu kartöflurnar, brokkolíið, sveppina og paprikuna niður og raðið á ofnheldan bakka. Hellið ólífu olíu yfir og kryddið með salti og pipar
 3. Leggið kjúklingalærin yfir og bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og kartöflurnar eru mjúkar.
 4. Berið fram með hvítlaukssósu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Kjúklingalæri elduð í einu fati

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5