Linda Ben

Kjúklingavefjur með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssósu

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Ör

Kjúklingavefja með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssósu er frábært hugmynd að góðu nesti fyrir börn og fullorðna. Þessar vefjur eru í mjög mikllu uppáhaldi hjá stráknum mínum sem er 10 ára.

Það sem þarf í þessar vefjur er kjúklingalundir, vefjur, grænmeti og hvítlaukssósa. Ég kaupi oftast tilbúnar frosnar kjúklingalundir sem eru í stökkum hjúp, þær fást í flestum matvöruverslunum frá nokkrum vörumerkjum.

Sósuna geri ég frá grunni sem er talsvert hollari en tilbúnar sósur og að mínu mati betri.

Það er svo að sjálfsögðu hægt að leika sér með grænmetið og setja hvaða ferska grænmeti sem þig langar í, gúrka og paprika er í uppáhaldi hjá stráknum mínum og því nota ég það. Svo er algjör lykill að setja nóg af rifnum mozzarella til að gera vefjurnar djúsí og góðar.

Nestis hugmynd - kjúklingavefjur með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssónu

Nestis hugmynd - kjúklingavefjur með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssónu

Nestis hugmynd - kjúklingavefjur með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssónu

Kjúklingavefjur með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssósu

  • Vefjur
  • Frosnir fulleldaðir kjúklingalundir í hjúp
  • Salat
  • Paprika
  • Gúrka
  • Rifinn mozzarella ostur frá Örnu Mjólkurvörum

Hvítlaukssósa

  • 2 msk grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 hvítlauksrif
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 tsk hunang
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kveikja á ofninum og elda kjúklingalundina samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Útbúið hvítlaukssósuna með því að setja grískt jógúrt í skál, rífið hvítlauksgeirann ofan í jógúrtið, kreystið sítrónuna út í skálina, bætið hunangi og smá salti út í. Blandið öllu vel saman.
  3. Skerið kjúklingalundin niður í smærri bita. Skerið einnig agúrkuna og paprikuna í bita og rífið salatið smá niður.
  4. Smyrjið sósu á vefjuna, raðið grænmeti og kjúkling, dreifið rifnum osti yfir og lokið vefjunni.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Nestis hugmynd - kjúklingavefjur með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssónu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5