Linda Ben

Klassísk Tiramisu eins og hún gerist best!

Recipe by
4 klst og 30 mín
Prep: 30 min | | Servings: 4 manns

Ég er forfallinn Tiramisu aðdáandi og ef ég sé þennan klassíska eftirrétt á matseðli á veitingastað þá þarf ég heldurbetur ekki langan umhugsunarfrest til þess að ákveða hvað ég ætla að fá mér.    _MG_3235

Þessi ljúffengi eftirréttur heillar mig bara alveg upp úr skónum fyrir það að vera einstaklega bragðgóður, ekki of sætur, fallegur og silki mjúkur.

Eins og með allan mat skipta gæði innihaldsefnanna öllu máli, en einhvernveginn skín það betur í gegn þegar innihaldsefnin eru fá og einfaldleikinn ræður ríkjum.

Því vil ég benda þér á að velja valið vel þegar kemur að kaffi og líkjör út í kaffið. Ég á Nespresso kaffivél og notaðist við India hylkin (notaði 2 stk) en þau eru mjög sterk og henta vel í þennan rétt. Einnig finnst mér algjört lykilatriði að nota Cointreau líkjörinn þar sem hann gefur þennan ferska tón sem er ómissandi.

Klassísk tíramisu uppskrift, einfaldur eftirréttur

Eins og allir mínir uppáhalds eftirréttir þá er Tiramisu frábær réttur til að gera daginn áður því hann er betri eftir að hafa fengið að standa svolítið. Mér finnst æðislegt að geta nostrað við eftirréttinn daginn áður og þurfa því ekki að vera í stressi daginn sem matarboðið er. En að sjálfsögðu þarf ekki að gera þennan rétt daginn áður, það er nóg að láta hann standa í 4 klst inn í ísskáp og þá er hann tilbúinn.

Klassísk tíramisu uppskrift, einfaldur eftirréttur

Gott er að taka mascapone ostinn úr ísskápnum u.þ.b. klukkutíma áður en hafist er handa.

Klassísk Tiramisu eins og hún gerist best:

 • U.þ.b. 20 stk Lady Finger kexkökur (magn fer eftir hvaða form er notað)
 • 3 egg, aðskilin í eggarauður og eggjahvítur
 • 50 g sykur
 • Kornin úr ½ vanillustöng eða 1 tsk vanilludropar
 • 250 g mascapone ostur
 • 150 ml espresso
 • ½ dl Cointreau
 • Dökkt kakó duft

Aðferð:

 1. Hellið upp á espresso kaffi og leyfið því að kólna.
 2. Aðskiljið eggin, þeytið eggjarauðurnar með sykrinum og vanilludropum þangað til blandan verður létt og ljós u.þ.b. 5 mín.
 3. Bætið mascapone ostinum út í og þeytið saman við.
 4. Í aðra skál þeytiði eggjahvíturnar þangað til topparnir verða milli stífir (ekki eins stífir og þegar verið er að gera marengs)
 5. Bætið eggjahvítunum rólega saman við með sleikju.
 6. Bætið Cointreau út í kaffið og setjið í lítið ílát með flötum botni, raðið nokkrum Lady Finger kexkökum ofan í formið og leyfið kaffinu að fara vel inn í kexið. Raðið helmingnum af kexkökunum í botninn á forminu sem þú ætlar að nota t.d. glös eða kökuform. Setjið helminginn af eggjablöndunni yfir. Raðið svo kaffidrekktu kexinu ofan á og setjið restina af eggjablöndunni næst yfir.
 7. Sigtið kakó yfir og geymið inn í ísskáp í minnst 4 klst.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

2 Reviews

 1. Guðmunda

  Svakalega gott 🙂

  Star
 2. Linda

  Frábært, mjög gaman að heyra, takk fyrir að láta vita ❤️❤️❤️

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5