Linda Ben

Klassískar vöfflur nema betri

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: u.þ.b. 15 vöfflur

Klassískar vöfflur nema betri.

Þær eru mjög léttar og bragðgóðar, ekki of sætar svo það er nóg rými til að bæta við sultum og sírópi ofan á þær.

Karamellu ab-jógúrtið gefur þeim dýpra bragð og kaffið gefur þeim þennan fallega brúna lit, ef þú ert hinsvegar ekki fyrir kaffi þá er ekkert mál að sleppa því.

klassískar vöfflur nema betri

klassískar vöfflur nema betri

klassískar vöfflur nema betri

Klassískar vöfflur nema betri

  • 4 egg
  • 80 g sykur
  • 400 g karamellu AB-jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 msk kaffi (má sleppa)
  • 260 g hveiti
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 120 g brætt smjör

Aðferð:

  1. Þeytið saman egg og sykur þar til létt, ljóst og loftmikið eða þar til deigið myndar borða þegar þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur ofan í skálina.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því að brúnast örlítið með því að leyfa því að malla í u.þ.b. 2 min í pottinum. Leyfið smjörinu að kólna aðeins.
  3. Bætið jógúrtinu, vanilludropunum og kaffinu út í og blandið saman við með sleikju.
  4. Setjið hveiti, lyftiftiduftið og saltið í skál og blandið saman. Sigtið ofan í deigið og veltið því saman við varlega með sleikju.
  5. Bætið smjörinu út í deigið og veltið því varlega saman við með sleikju þar til allt hefur blandast saman.
  6. Steikið á vöfflujárni, u.þ.b. 1 dl af deigi í einu.
  7. Berið fram með rjóma, sultu, berjum og því sem hugurinn girnist.

klassískar vöfflur nema betri

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5