Linda Ben

Klassískt íslenskt grillað lambalæri með rjómalagaðri sveppasósu og sætkartöflumús

Recipe by
2 klst
| Servings: 5-6 manns

Ef eitthvað er öruggt til að slá í gegn þá er það þetta klassíska íslenska grillaða lambalæri!

Við fjölskyldan elskum lambalærin okkar. Þessa uppskrift höfum við gert ótal oft og alltaf er maturinn jafn góður. Hér er það borið fram með rjómalagaðri sveppasósu, sætkartöflumús og einföldu fersku salati með fetaosti.

Grillað lambalæri uppskriftMikilvægt er að notast við kjöthitamæli til þess að fá kjötið meðal steikt.

Grillað lambalæri uppskrift:

  • 1 lambalæri
  • 1 tsk steinselja
  • 1 tsk rósmarín
  • 1 tsk oreganó
  • 1 tsk sítrónupipar
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk paprika

Aðferð:

  1. Kveikið á grillinu og stillið á miðlungs hita
  2. Hreinsið lambalærið.
  3. Blandið kryddunum í skál og dreifið jafnt yfir allt lærið.
  4. Leggið álpappír yfir grillið og setjið lambalærið á álpappírinn.
  5. Snúið lærinu á 15 mín fresti, lækkið hitann á grillinu niður í miðlungshita eftir fyrsta korterið og grillið þangað til kjarnhitastig nær 63°C
  6. Látið lærið standa við stofuhita í 15 mín áður en það er skorið til þess að halda safanum inn í kjötinu.

Ég elska að sjá réttina sem þið gerið með uppskriftunum mínum og því hvet ég ykkur til að merkja myndirnar ykkar #lindulostæti 

Fylgist með á Instagram!

Grillað lambalæri uppskrift

Rjómalöguð sveppasósa uppskrift:

  • 1 msk smjör
  • ½ laukur
  • 10 sveppir
  • 3 ½ dl rjómi
  • 1 piparostur
  • 1 ½ msk nautakrafur
  • 1 dl rauðvín (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið shallot laukana smátt niður.
  2. Skerið sveppina niður í þunnar sneiðar.
  3. Setjið smjörið í pott og steikið laukana og sveppina.
  4. Hellið rjómanum út á ásamt nautakraftinum.
  5. Rífið piparostinn niður og setjið út í sósuna.
  6. Ef þið viljið getið þið bætt rauðvíni út í sósu, það gerir bragðið dýpra.
  7. Sjóðið sósuna þangað til hún byrjar að þykkna.

Grillað lambalæri uppskrift

Sætkartöflu mús uppskrift:

  • 3 meðal stórar sætar kartöflur
  • 2 msk smjör
  • ½ tsk vanillusykur
  • 1 egg
  • 1 msk púðursykur
  • ½ dl kasjúhnetur

Aðferð:

  1. Skerið sætukartöflurnar í 3-4 hluta hvor.
  2. Setjið þær í pott ásamt vatni, látið vatnið ná aðeins yfir kartöflurnar.
  3. Sjóðið þangað til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
  4. Stillið ofninn á 200°C.
  5. Flysjið kartöflurnar og setjið þær í hrærivélaskál.
  6. Setjið smjör út í ásamt vanillusykrinum og hrærið.
  7. Með hrærivélina í gangi setjið eggið út í.
  8. Setjið kartöflumúsina í eldfast mót, dreifið púðursykrinum og kasjúhnetunum yfir.
  9. Bakið í um það bil 15 mín eða þangað til sykurinn og hneturnar eru aðeins byrjaðar að brúnast.

_MG_8515

Grillað lambalæri uppskrift

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5