Linda Ben

Klessuleg piparköku formkaka

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Klessuleg piparköku formkaka.

Einstaklega góð formkaka sem minnir mikið á piparkökur. Kakan er blaut, klessuleg og bráðnar í munninum. Kremið er sætur rjómi sem passar einstaklega vel með piparkökubragðinu. Það eina sem vantar er heitt kakó með til að toppa jólafýlinginn sem ég mæli svo sannarlega með.

Þessi kaka er sko sannarlega forskot á jólasæluna.

klessuleg piparköku formkaka

klessuleg piparköku formkaka

klessuleg piparköku formkaka

klessuleg piparköku formkaka

Klessuleg piparköku formkaka

  • 200 ml vatn
  • 60 ml síróp
  • 230 g smjör
  • 250 g hveiti
  • 1 tsk engifer krydd
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk matarsódi
  • ¼ tsk negull
  • ¼ tsk múskat
  • ¼ tsk salt
  • 350 g púðursykur
  • 150 ml AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar

Krem:

  • 250 g rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 dl flórsykur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.
  2. Setjið vatn, síróp og smjör í pott, sjóðið saman í 2-3 mín.
  3. Setjið í skál hveiti, engifer, kanil, matarsóda, negul, múskat, salt og púðursykur, blandið öllu vel saman. Hellið út í smjörblöndunni og hrærið saman þar til blandan byrjar að kólna svolítið.
  4. Setjið AB-mjólkina út i deigið ásamt eggjunum og vanilludropunum og hrærið saman.
  5. Setjið smjörpappír í 25×40 cm stór form (eða sambærilegt) og hellið deiginu í, bakið í u.þ.b. 35-40 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
  6. Leyfið kökunni að kólna fullkomlega.
  7. Þeytið rjómann og á meðan hann er að þeytast bætið þá út í flórsykrinum hægt og rólega, smyrjið rjómanum á kökuna þegar hún hefur kólnað.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

klessuleg piparköku formkaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5