Linda Ben

Kókos og vanilluís (mjólkur og eggjalaus, vegan)

Recipe by
5 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Hér höfum við æðislegan kókos og vanillu ís sem er úr aðeins 5 innihaldsefnum, engin af þeim innihaldsefnum er hvítur sykur, heldur er ísinn gerður sætur með örlitlu agave sírópi.  Hann er því ekki mjög sætur á bragðið og áferðin er ofsalega creamy og góð.

Þessi ís hentar öllum aldri og öllum. Ísinn er án mjólkurafurða og eggja, hann er einnig vegan.

Kókos og vanilluís (mjólkur og eggjalaus, vegan)

Kókos og vanilluís (mjólkur og eggjalaus, vegan)

Kókos og vanilluís (mjólkur og eggjalaus, vegan)

Kókos og vanilluís (mjólkur og eggjalaus, vegan)

Kókos og vanilluís

  • 150 ml kókosrjómi
  • 200 g kasjúhnetur
  • 80 ml agave síróp
  • 1 tsk vanilludropar
  • 250 ml hafrajógúrt með vanillu og kókos frá Veru Örnudóttir

Aðferð:

  • Gott er að leggja kasjúhneturnar í bleyti í u.þ.b. 1 sólahring. Ef tími gefst ekki í það, setjið þá kashjúhneturnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir þær, látið standa í 1 klst. Þær verða ekki eins mjúkar við það en sleppur ef blandarinn er góður.
  • Setjið öll innihaldsefni saman í bandara og blandið vel og lengi þar til blandan er orðin alveg silkimjúk.
  • Setjið í kökuform og inn í frysti í 4-5 klst eða lengur. Leyfið ísnum aðeins að ná mesta frostinu úr sér áður en útbúnar eru kúlur.
  • Ef þú vilt hafa hann extra mjúkan, taktu hann þá allan úr kökuforminu, settu í blandara og maukið. Setjið í skál og njótið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Kókos og vanilluís (mjólkur og eggjalaus, vegan)

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5