Linda Ben

Kókosostakökur í glasi

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Frón | Servings: 4 glös

Hér höfum við alveg virkilega ljúffengan eftirrétt sem gerast ekki mikið einfaldari og fljótlegri. Hann samanstendur af kókosostakökudeigi og Póló kókoskexinu. Póló kókoskexið er algjör draumur í ostakökur og finnst mér ótrúlegt að ég hafi ekki prófað það áður sem botn í ostakökur. Kexið er svo mjúkt og ljúffengt, það verður líka það blautt og mjúkt þegar maður er búinn að mylja það, að það er óþarfi að bæta smjöri út á kexið.

Maður einfaldlega blandar saman rjómaosti og niðursoðinni sætri kókosmjólk, flórsykri og kókos. Svo mylur maður Póló kókoskexið og setur í glas ásamt ostakökudeiginu. Skreytir svo glösin og berð fram. Enginn biðtími og enginn bakstur.

Það er upplagt að gera þennan eftirrétt með góðum fyrirvara, eins og til dæmis daginn áður, og vinna sér þannig í haginn.

Passið að nota niðursoðna sæta kókosmjólk sem ætti að vera til í bökunarrekkanum í búðinni, en ekki venjulega niðursoðna kókosmjólk. Niðursoðna sæta kókosmjólkin er mjög þykk og sæt, því virkar ekki venjuleg venjuleg kókosmjólk. Ef þið finnið ekki niðursoðna sæta kókosmjólk í bökurnarrekkanum þá skulið þið nota niðursoðna sæta mjólk sem ætti einnig að vera til í bökunarrekkanum.

Kókosostakökur í glasi

Kókosostakökur í glasi

Kókosostakökur í glasi

  • 400 g rjómaostur
  • 320 g sweetened condenced coconut milk (ath. ekki hefðbundin kókosmjólk í dós)
  • 50 g flórsykur
  • 50 g sætar kókosflögur
  • 250 g Pólo kókoskex frá Frón

Aðferð:

  1. Blandið saman rjómaosti, sætu niðursoðnu kókosmjólkinni, flórsykrinum og kókosflögunum.
  2. Myljið Póló kókoskexið í matvinnsluvél, takið u.þ.b. 4-5 kexkökur frá til að mylja ofan á eftirréttinn.
  3. Þrýstið kexmjölinu í 4 glös og setjið ostakökudeigið yfir. Myljið kexkökurnar, sem voru teknar frá áðan, gróft niður og skreytið glösin, fallegt að skreyta líka með blómum.

Kókosostakökur í glasi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5