Linda Ben

Kosningakonfektbakki

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus.

Ef það er einhverntíman tilefni til að smella í einn þjóðlegan konfektbakka þá er það þegar verið er að kjósa til forseta landsins.

Þessi eftirréttabakki samanstendur af ljúffengu Nóa konfekti, pralínmolum, jarðaberjum, bláberjum og makkarónum. Bakkinn er svo skreyttur með íslenska fánanum en ég fékk bæði fána á tannstönglum og sem confetti í Partýbúðinni.

Bakkinn er stór og hentar því vel í kosningavökupartýið.

Kosningakonfektbakki

Kosningakonfektbakki

Kosningakonfektbakki

Kosningakonfektbakki

  • 1 kg Nóa konfekt frá Nóa Síríus
  • 390 g Pralínmolar með mjúkri fyllingu frá Nóa Síríus
  • 500 g jarðaber
  • 500 g bláber
  • 12 stk makkarónur
  • Val: Íslenskir fánar á tannstönglum og confetti

Aðferð

  1. Takið disk/bakka sem er u.þ.b. 40 cm í þvermál eða sambærilega stór.
  2. Setjið pralínmolana í aðra minni skál og setjið á bakkann.
  3. Raðið 3/4 hluta af konfektinu á bakkann í 3 “hrúur”, raðið jarðaberjunum og bláberjunum á milli. Raðið svo makkarónunum yfir berið og raðið svo því sem eftir er af konfektinu yfir.
  4. Skreytið með fána tannstönglum og confetti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Kosningakonfektbakki

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5