Linda Ben

Kryddaður kjúklingaréttur með sætum kartöflum

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Einn, tveir og elda

Hér höfum við einstaklega ljúffengan kjúklingarétt guðdómlegri hvítlauksosta- rjómasósu, borinn fram með bökuðum sætkartöflu bitum og fersku salati.

Þessi réttur er á vikumatseðli Einn, tveir og elda þessa vikuna ásamt fleiri réttum frá mér. Þú getur verslað hann núna inn á Einntveir.is og fengið hráefnin sent heim til þín. Skoðaðu með því að smella hér.

Kryddaður kjúklingaréttur með sætum kartöflum
Kryddaður kjúklingaréttur með sætum kartöflum
Kryddaður kjúklingaréttur með sætum kartöflum

Kryddaður kjúklingaréttur með sætum kartöflum

  • 1 1/2 meðalstór sæt kartafla
  • 2 msk Ólífu olía
  • smá salt
  • 600 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • U.þ.b. 1 1/2 – 2 msk kjúklingakryddblanda
  • 6 hvítlauksgeirar
  • 400 ml rjómi
  • 150 g Kryddostur með hvítlauk
  • 1 kjúklingakraftur
  • 2-3 tsk soja sósa
  • 1/4 tsk þurrkaðar chillí flögur
  • 1/2 tsk oreganó
  • Salatblanda

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Flysjið sætu kartöflurnar og skerið þær í teninga
  3. Setjið í eldfast mót, hellið ólífu olíu yfir og saltið.
  4. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn.
  5. Kryddið kjúklingalærin og steikið þau á pönnu þar til það er komin fallega gullin húð á þau, setjið í eldfast mót og bakið inn í ofni á meðan sósan er útbúin.
  6. Rífið niður hvítlauksrifin á sömu pönnu og kjúklingalærin voru steikt á (ekki þrífa pönnuna á milli), steikið hvítlaukinn létt og hellið svo rjóma út á pönnuna.
  7. Rífið kryddostinn út í rjómann og bræðið hann.
  8. Bætið kjúklingakrafti, soja sósu, þurrkað chillí og oreganó á pönnuna. Blandið öllu saman.
  9. Þegar kjúklingalærin eru bökuð í gegn, setjið þau ofan í sósuna.
  10. Berið fram með sætu kartöflunum og fersku salati.

Fáðu hráefnin í þessa uppskrift send heim með því að smella hér.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Kryddaður kjúklingaréttur með sætum kartöflum

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5