Linda Ben

Lakkrís mús fylltar vatnsdeigsbollur

Recipe by
| Servings: 18-20 bollur

Hefur þú einhverntíman reynt að baka vatnsdeigsbollur en endað með eitthvað sem líkist meira pönnukökum heldur en bollum? Ég hef gert það! Og ég ætla að kenna þér að gera bollurnar þannig að þú munt aldrei lenda í því.

Trikkið er að sjóða smjörið og vatnið í pottinum í nokkrar mínútur og setja svo eggin út í deigið á meðan það er ennþá heitt.

Þessi vatnsdeigsbollu uppskrift gefur þér um það bil 18-20 stórar bollur. Mér finnst þægilegast að nota ísskeið til þess að setja deigið á ofnplötuna en þannig verða þær líka allar jafn stórar.

Toblerone músin er algjörlega himnesk! Þetta er hefðbundin mús uppskrift sem er í raun hægt að nota í hvað sem, dásamleg ein og sér til dæmis, hún hentar einnig fullkomlega í vatnsdeigsbollur.

Hægt er að gera lakkrís músina með góðum fyrirvara.

Lakkrís mús fylltar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur

 • 125 g smjör
 • 1 msk sykur
 • 275 ml vatn
 • 170 g hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 4-5 egg

Lakkrís mús

 • 4 egg
 • ¾ dl sykur
 • 250 ml rjómi
 • 340 g hvítt súkkulaði
 • 250 g rjómi
 • 4 tsk Johan Bulow fínt lakkrís duft

Aðferð bollur:

 1. Kveiktu á ofninum og stilltu á 180°C og blástur.
 2. Smjör, sykur og vatn er sett í pott og soðið saman í 2-3 mín. Slökktu svo undir pottinum.
 3. Hveiti, lyftiduft og salt er sett í skál, bættu því út í smjör-vatnið og hrærðu vel saman með sleif. Deigið á að vera þétt og lyftast upp frá brúnum pottsins. Láttu standa í 5 mín.
 4. Settu fjögur egg út í deigið, eitt og eitt í einu og hrærðu þau vel saman við deigið. Settu seinasta eggið í skál og hrærðu það saman, settu 1 msk af egginu í einu út í og hrærið vel á milli. Settu eins mikið af egginu út í deigð og hægt er, en fylgstu vel með eftirfarandi merkjum. Áferðin á að vera þannig að deigið lekur hægt og svolítið erfiðlega af sleifinni á nokkrum sekúndum. Deigið á að halda nokkurveginn sömu lögun eftir að þú setur það á plötuna en ekki leka út og verða flatt.
 5. Settu smjörpappír á ofnplötu og notaðu ísskeið eða 2 matskeiðar til að útbúa bollurnar. Hafðu gott pláss á milli bollanna því þær stækka mikið í ofninum, um það bil 12 bollur á hverja plötu.
 6. Bollurnar eru bakaðar í 20-25 mín en ekki opna ofninn fyrr en allavega 20 mín eru liðnar. Þá er hægt að taka eina út og meta hversu margar mínútur bollurnar eiga eftir, en þú sérð það þegar þú opnar bolluna og sérð hversu blaut hún er inní.

Aðferð lakkrís mús:

 1. Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman þar til létt og loftmikið, ca. 3 mín.
 2. Setjið rjóma í pott og hitið hann vel en ekki sjóða hann.
 3. Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu á meðan hrærivélin er í gangi á lágri stillingu.
 4. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið á meðal hita, passið að láta ekki sjóða, hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar vel og verður gulari á litinn.
 5. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið því svo saman við eggjablönduna, bætið lakkrísduftinu út í, 1 tsk í einu og hrærið á milli. Setjið inn í ísskáp og kælið í 1-2 klst.
 6. Þeytið rjóma, setjið súkkulaði eggjablönduna út í rjómann, hrærið saman með k-inu eða með sleikju.
 7. Setjið stórann opinn stjörnustút í sprautupoka, fyllið sprautupokann af súkkulaðimús, skerið bollurnar í tvennt og sprautið lakkrís mús eftir smekk, setjið lokið á, skerið hvítt súkkulaði í grófa bita og stingið í músina, sigtið lakkrísduft yfir.

Lakkrís mús fylltar vatnsdeigsbollur

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5