Linda Ben

Lakkrís skyrkaka með brownie botni

Recipe by
1 klst og 30 Mín
| Servings: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Lakkrís skyrkaka með brownie botni er alveg stórkostlega góð kaka! Hún er afskaplega einföld í framkvæmd og fljótleg líka.

Frá því að ég smakkaði nýja lakkrís og súkkulaði skyrið frá Örnu hefur mér dreymt um að nota það skyrköku. Þessi kaka er allt sem mig dreymdi um og gott betur en það. Þetta er ein af þessum kökum þar sem það er eiginlega ekki hægt að leggja frá sér gaffalinn.

Byrjað er á því að smella í brownie botninn, ég ákvað að nota Ghirardelli brownie mixið sem fæst í Costco en mér finnst það stórgott. Að sjálfsögðu er hægt að gera brownie botninn frá grunni líka og mæli ég þá með þessari uppskrift.

Skyrkakan sjálf er ótrúlega einföld að gera, maður einfaldlega stífþeytir rjómann, blandar skyrinu saman við og lakkrísnum.

lakkrís skyrkaka með brownie botni

lakkrís skyrkaka með brownie botni

  lakkrís skyrkaka með brownie botni

lakkrís skyrkaka með brownie botni

lakkrís skyrkaka með brownie botni

lakkrís skyrkaka með brownie botni

lakkrís skyrkaka með brownie botni

Lakkrís skyrkaka með brownie botni

 • Brownie (nota mix eða þessa uppskrift)
 • 200 g súkkulaði og lakkrís skyr frá Örnu Mjólkurvörum
 • 300 g rjómi
 • 3 msk flórsykur
 • 2 matarlíms blöð
 • 200 g lakkrískurl
 • 50 g súkkulaði
 • Fersk brómber

Aðferð:

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Lakkrískaka” highlights.

 1. Útbúið brownie botninn samkvæmt leiðbeiningum, bakið í u.þ.b. 23 cm hringformi. Kælið botninn vel inn í ísskáp.
 2. Leggið matarlímsblöðin i kalt vatn.
 3. Stífþeytið rjómann. Hrærið skyrið varlega saman við rjómann með sleikju og sigtið flórsykurinn út í, hrærið varlega saman.
 4. Setjið 100 g af lakkrískurlinu út í rjómablönduna og blandið saman.
 5. Takið matarlímið upp úr vatninu og kreistið mesta vatnið af. Bræðið matarlímið yfir vatnsbaði (setjið vatn í pott og sjóðið, setjið aðra skál ofan á pottinn og bræðið matarlímið þannig). Blandið matarlíminu hratt saman við rjómablönduna og setjið á brownie botninn, geymið inn í ísskáp í u.þ.b. 30 mín.
 6. Skreytið kökuna með restinni af lakkrískurlinu, skerið súkkulaði með flysjara yfir kökuna og raðið brómberjunum á kökuna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

lakkrís skyrkaka með brownie botni

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5