Linda Ben

Lambakjöt í marokkóskri marineringu

Recipe by
5 tímar
Cook: 40 mín | Servings: 5 manns

Lambakjöt í marokkóskri marineringu sem dekrar við bragðlaukana. Kjötið verður bragðmikið og ótrúlega bragðgott!

 _MG_1691

_MG_1693

_MG_1697   _MG_1704  _MG_1717

_MG_1715

 

Marakóskt Lambakjöt

  • 4 lamba file
  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk papriku krydd
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk kóríanderfræ
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk garam masala
  • 1/2 tsk oreganó
  • 1/2-1 dl ólífuolía

Aðferð:

  1. Setjið öll kryddin í mortel og merjið saman. Skerið hvítlaukinn og bætið honum út í, merjið vel saman við, hellið olíunni út í líka og blandið öllu saman.
  2. Skerið í fituna fjórar rendur, passið að skera ekki í kjötið sjálft. Þekjið lambakjötið í marineringunni og látið kjötið marinerast í minnsta kosti 4 klst til þess að fá sem mesta bragðið. Það er líka hægt að gera þetta kvöldið áður og láta kjötið marinerast inn í ísskáp en best að láta kjötið ná stofuhita áður en það er eldað.
  3. Steikið kjötið í á rifflaðri grillpönnu, setjið örlítið af olíu á pönnuna. Steikið hverja hlið þangað komnar eru fallegar línur í kjötið, passið að rífa ekki kjötið, leyfið því að steikjast lengur á pönnunni þangað til það losnar frá.
  4. Setjið kjötið inn í 180°C heitan ofninn með kjöthitamæli og takið kjötið út þegar það nær 62°C, látið kjötið standa örlítið við stofuhita áður en það er skorið.

Ég mæli með að bera lambakjötið fram með kúskús og agúrkusósu en það er einfalt að útbúa:

_MG_1698

Kúskús

  • 30 g smjör
  • 1 laukur, fínt saxaður
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 dl kúskús
  • 4 dl kjúklingasoð
  • 2 msk ferskt kóríander
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Steikið laukinn upp úr smjörinu þangað til hann er orðin glær.
  2. Skerið hvítlaukinn eða pressið hann með hvítlaukspressu og setjið út á.
  3. Hellið kúskúsinu út á og hrærið saman við.
  4. Hellið kjúklingasoðinu út á og hitið að suðu.
  5. Takið af hitanum og setjið lokið á og látið standa í 5 mín.
  6. Hrærið kóríanderinu saman við, smakkið til með salti og pipar.

_MG_1699

Agúrku kóríander sósa

  • 2 msk majónes
  • 2 msk 18% sýrður rjómi
  • 1/2 agúrka, flysjuð að mestu og megnið af belgjunum fjarlægðir, skorin smátt niður.
  • 1 stór lúka kóríander, smátt skorið
  • 1 msk lime safi
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í skál, smakkið til með salti og pipar.

_MG_1707

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5