Linda Ben

Lambalæri eins og amma eldaði það með ljúffengu meðlæti

Recipe by
5 klst
| Servings: Unnið í samstarfi við SS

Lambalæri eins og amma eldaði það með ljúffengu meðlæti.

Lambalærið er eldað í 5 klst við vægan hita sem gerir það að verkum að það verður alveg ótrúlega mjúkt og nánast dettur af beinunum, amma eldaði lambalærin alltaf svona í sveitinni í gamla daga og er þessi eldunaraðferð í algjöru uppáhaldi hjá mér.

Bláberjakryddlögurinn er afskaplega bragðgóður og gerir kjötið ennþá mýkra fyrir vikið. Það er þægilegt að kaupa lambalærið marinerað og þurfa bara að setja það í pottinn og elda það.

Gott meðlæti skiptir alltaf miklu máli en hér gerði ég bakaðar gulrætur, balsamik bakað rósakál og hvítlaukssteikta sveppi sem ég bar fram saman á salat beði með lambakjötinu. Fallegt og bragðgott.

lambalæri eins og amma eldaði það með bökuðum gulrótum, rósakáli og sveppum

lambalæri eins og amma eldaði það með bökuðum gulrótum, rósakáli og sveppum

lambalæri eins og amma eldaði það með bökuðum gulrótum, rósakáli og sveppum

lambalæri eins og amma eldaði það með bökuðum gulrótum, rósakáli og sveppum

Lambalæri eins og amma eldaði það með ljúffengu meðlæti

  • Bláberjamarinerað lambalæri
  • Bakaðar gulrætur
  • Balsamik bakað rósakál
  • Hvítlauks sveppir
  • Ferskt salat
  • Bláber
  • Ferkt timjan

Lambalæri – aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 150°C.
  2. Setjið lærið í ofnheldan pott og setjið lærið í pottinn og lokið, bakið inn í ofninum í u.þ.b. 5 klst.

Bakaðar gulrætur

  • 500 g gulrætur
  • 1 msk púðursykur
  • 1 msk soja sósa
  • 1 msk ólífu olía
  • Salt

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Hreinsið gulræturnar og skerið endana af, skerið þær þvert í helminga. Setjið í eldfastmót.
  3. Blandið saman púðursykri, soja sósu og ólífu olíu, hellið yfir gulræturnar og blandið saman, saltið og bakið í 20-30 mín þar til mjúkar.

Balsamik bakað rósakál

  • 500 g rósakál
  • 1 msk balsamik edik
  • 1 msk púðursykur
  • 1 msk ólífu olía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið endann af rósakálinu og skerið þvert í helminga, hreinsið ljót lauf af ef þau eru til staðar.
  2. Blandið saman balsamik ediki, púðursykri, ólífu olíu og hellið yfir rósakálið, kryddið með salti og pipar. Bakið inn í ofni í 20-30 mín.

Hvítlaukssteiktir sveppir

  • 250 g sveppir
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 msk smjör

Aðferð:

  1. Bræðið smjör á pönnu og rífið hvítlauksrifin út á.
  2. Bætið sveppunum út á og steikið sveppina á miðlungshita þar til þeir eru orðnir mjúkir í gegn.

Berið fram lambalærið með því að setja salat á stóran platta út við brúnirnar. Setjið meðlætið ofan á salatið. Skerið lambalærið og setjið á miðjan diskinn. Skreytið með bláberjum og fersku timjan.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

lambalæri eins og amma eldaði það með bökuðum gulrótum, rósakáli og sveppum

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5