Linda Ben

Lambalæri ofnsteikt með hasselback kartöflum

_MG_7305 _MG_7309 _MG_7453 _MG_7304 _MG_7299 _MG_7269 _MG_7261

 • Meðal stórt lambalæri
 • 8 hvítlauksgeirar
 • Ferskt rósmarín
 • ¾ dl Ólífuolía
 • 1 msk ítölsk kryddblanda
 • 1 tsk sítrónupipar
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk paprika
 • 8 stk bökunar kartöflur
 • 5-6 hvítlauksgeirar
 • 1 sítróna

 

 1. Skerið nokkur göt um allt lambalærið, skerið 3-4 hvítlauksgeira í grófar sneiðar og stingið þeim inn í götin ásamt rósmaríni.  Setjið ólífu olíu í skál ásamt kryddum, blandið saman og berið olíuna svo á lambalærið, passið að setja vel inn í götin líka. Setjið lærið á bakka og lokið með plastfilmu, látið marinerast inn í kæli í a.m.k í 2 klst, helst yfir nótt.
 2. Takið lambalærið út úr ofninum og leyfið því að ná stofuhita áður en það er sett í ofninn.
 3. Kveikið á ofninum og stillið á 200C.
 4. Skolið kartöflurnar vel og vandlega, skerið í þær ⅔ niður með 2 mm millibili, passið að skera alls ekki kartöflurnar í sundur. Kryddið með salti og olífu olíu, nuddið þær þannig að olían og saltið fari niður í skurðina. Raðið kartöflunum í stórt eldfast mót í kringum lambalærið. Raðið hvítlauksgeirum og ferskum rósmarín stilkum um mótið líka. Bætið við meiri ólífu olíu og kryddum ef ykkur finnst vanta. Bakið inn í ofni í 1 klst og 20 mín en fylgist vel með, ef lærið byrjar að brúnast of mikið þá smelliði álpappír yfir. Leyfið lærinu að standa í 10 mín áður en það er skorið. Skreytið með fersku rósmarín og sítrónu berki.
Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5