Linda Ben

Lax með sætkartöflumús með haustlegu yfirbragði

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Krónuna | Servings: 4 manns

Hér höfum við alveg lax með sætkartöflumús sem bragðast virkilega vel.

Ég er með algjört æði fyrir sætkartöflumús þessa dagana og því er laxinn að sjálfsögðu borinn fram með slíkri. Hún er svo einföld að gera, inniheldur aðeins tvö innihaldsefni og er algjört lostæti.

Laxinn er eldaður á pönnu upp úr smjörsteiktum lauk, hvítlauk, engiferi og chillí, toppaður með örlitlu hunangi.

Salatið samanstendur af grænkáli og eplum sem gefur ferskan og sætan tón í réttinn, algjörlega ómissandi að mínu mati.

Ég verslaði allt í þessa uppskrift í Krónunni sem er mín “go-to” búð. Ég er farin að versla nánast alltaf með Skannað og Skundað en það er svo svakalega fljótlegt og þægilegt, ég hefði ekki trúað því áður en ég prófaði hvað ég myndi fýla þetta vel. Finnst það algjör snilld að geta raðað hlutunum beint í pokann eftir að ég skanna þá inn með símanum. Þannig slepp ég við að bíða í röð, raða vörunum aftur upp á kassann og raða þá svo loks í pokana. Rosalegur tímasparnaður! Ég tala nú ekki um þegar ég neyðist til að taka börnin með í búðina, þetta er algjört “life hack” 😊👌🏻

Lax með sætkartöflumús með haustlegu yfirbragði

Lax með sætkartöflumús með haustlegu yfirbragði

Lax með sætkartöflumús með haustlegu yfirbragði

Lax með sætkartöflumús með haustlegu yfirbragði

Lax með sætkartöflumús með haustlegu yfirbragði

  • 2 sætar kartöflur
  • 800 g lax
  • 50 g smjör
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 cm engifer
  • 1/3 tsk þurrkaðar chillí flögur
  • Salt og pipar
  • Ferskt timjan (líka hægt að nota þurrkað)
  • 1 msk hunang
  • 75 g smjör
  • Grænkál
  • 1 stk epli

Aðferð:

  1. Skerið sætu kartöflurnar í u.þ.b. þrjá bita svo þæt passi betur í pottinn, setjið vatn í pottinn svo flæði yfir kartöflurnar, sjóðið þar til mjúkar í gegn.
  2. Ef þú ert með pönnu sem má fara inn í ofn skaltu kveikja á ofninum og stilla á 200°C, undir og yfir.
  3. Á meðan sætu kartöflurnar eru að sjóða, skerið þá laukinn smátt niður, steikið á pönnu upp úr smjöri, rífið hvítlauksgeirana og engiferið út á pönnuna.
  4. Skerið laxinn í 4 bita, kryddið með salti og pipar. Færið laukinn til á pönnunni svo pláss myndist fyrir laxinn, setjið svolítið af lauknum ofan á laxinn, kryddið með chillí, timjan og setjið örlítið hunang yfir. Steikið laxinn á pönnunni í nokkrar mín og setjið svo pönnuna inn í ofn þar til hann er bakaður í gegn. Ef þú ert með pönnu sem má ekki fara inn í ofn þá lækkaru hitann undir pönnunni og setur lokið á hana þar til laxinn er eldaður í gegn.
  5. Taktu hýðið af sætu kartöflunum og settu þær í skál, gott að setja í hrærivélina, settu smjörið ofan í skálina og hrærðu öllu saman þar til myndast hefur mús.
  6. Setjið sæt kartöflumús á diskana og setjið svo laxinn yfir með kryddaða lauknum. Skerið grænkálið og eplin niður, dreifið yfir laxinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Lax með sætkartöflumús með haustlegu yfirbragði

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5