Linda Ben

Létt og ljúffeng appelsínukaka

Recipe by
1 klst
Prep: 10 mín | Cook: 50 mín

Þessi kaka er létt, mjúk og ljúffeng avocadó olíu kaka með appelsínubragði. Það er svo auðvelt að útbúa þessa köku að hrærivélin er nánast óþörf. Það er í raun hægt að nota hvaða sítrusávöxt sem er í þessa köku en ég valdi að nota appelsínur.

Mér líkar mjög vel við avocadó olíu og því notaði ég hana í þessa köku. Það má segja að hún sé mjög lík ólífu olíu hvað varðar næringarinnihald en hún er ekki eins bragðsterk og þolir hærra hitastig. Avocado olían frá Chosen Foods er framleidd undir ströngum skilyrðum úr hágæða avocadó-um þannig að öll næringarefnin og viðkvæmu fitusýrurnar haldast í fullkomnu ástandi. Hún er rík af einómettuðum fitusýrum, E-vítamíni og bólgu hamlandi efnið beta-sitisterol. Hægt er að nota þessa olíu hvaða matargerð sem er en hún þolir hátt hitastig eða 260ºC.

Appelsínukaka

Appelsínukaka

Appelsínukaka

Appelsínukaka

Appelsínukaka

Appelsínukaka

Appelsínukaka

Appelsínukaka

Appelsínukaka

 • 3 ½ dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 klípa af salti
 • 2,5 dl sykur
 • 1 tsk appelsínubörkur
 • 180 ml ab-mjólk
 • 60 ml safi úr appelsínu
 • 3 egg
 • ½ tsk vanilludropar
 • 1 tsk appelsínudropar
 • 120 ml avocado olía

Krem:

 • ½ bolli flórsykur
 • 2 msk appelsínu safi

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 175°C.
 2. Í stóra skál blandið saman hveiti, lyftidufti og salti.
 3. Í aðra skál setjið þið sykur.
 4. Rífið 2 msk af berki af appelsínu, passið að taka alls ekki hvíta hlutann af berkinum, bara appelsínugula.
 5. Blandið berkinum saman við sykurinn.
 6. Kreystið safann úr appelsínunni og blandið safanum saman við ab-mjólkina.
 7. Blandið þessu saman við sykurinn og hrærið eggin líka saman við.
 8. Hellið eggja/sykur blöndunni út í hveitiblönduna og hrærið saman.
 9. Setjið avocado olíuna út í og blandið saman.
 10. Setjið smjörpappír í 11x 24 cm form og hellið blöndunni ofan í.
 11. Bakið í um það bil 50-55 mín. eða þangað til kakan er bökuð í gegn.
 12. Blandið saman flórsykrinum og appelsínusafanum, ef þið viljið þá getið þið sett matarlit í glassúrið.
 13. Leyfið kökunni að kólna fullkomlega og hellið svo glassúrinu yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Appelsínukaka

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5