Linda Ben

Léttar, mjúkar og hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar!

Recipe by
| Servings: 12-13 pönnukökur

Erum við ekki öll að leitast eftir því að borða örlítið hollara? Viljastyrkurinn til þess að fórna góða “óholla” matnum er samt kannski ekki endilega alltaf í botni og því er nauðsynlegt að hafa eiga nokkrar uppskriftir sem bjóða upp á hollan mat sem smakkast samt eins og hefðbundinn.

Þessar hollu pönnukökur eru léttar, loftmiklar og mjúkar eins og akkurat eins og hefðbundnar. Þær innihalda mjög lítinn sykur (hægt sleppa alveg) en þær eru sættar með stevíu vanillu skyri, skyrið gefur þeim líka mýktina sem maður finnur.

Hægt er að toppa pönnukökurnar með hverju sem er. Á mínu heimili elskum við að setja smjör, ost og fersk ber á pönnukökurnar okkar en fáum okkur svo eina með sírópi og ferskum berjum í eftirrétt.

léttar og mjúkar skyr pönnukökur, hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar

léttar og mjúkar skyr pönnukökur, hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar

léttar og mjúkar skyr pönnukökur, hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar

léttar og mjúkar skyr pönnukökur, hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar

léttar og mjúkar skyr pönnukökur, hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar

Léttar, mjúkar og hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar!

  • 2 1/3 dl hveiti
  • 2 1/3 dl heilhveiti
  • 4 tsk lyftiduft
  • ¼ tsk salt
  • ½ msk sykur
  • 3,5 dl mjólk
  • 2 egg
  • 100 g vanilluskyr með stevíu frá Örnu

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum fyrst saman í skál, bætið svo öllum öðrum innihaldsefnum í skálina og blandið saman.
  2. Notið dl mál til að mæla deig fyrir hverja pönnuköku og steikið á sitthvorri hliðinni þar til hún verður gullinbrún.

léttar og mjúkar skyr pönnukökur, hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5