Linda Ben

Léttar og ljúffengar hindberja skonsur

Recipe by
35 mín
Prep: 15 mín | Cook: 20 mín | Servings: 8 skonsur

Þessar skonsur eru léttar, mjúkar og fullar af gómsætum berjum. Þær eru ekki þurrar eins og margar aðrar uppskriftir né of þéttar.

Það er auðvelt að búa þær til og taka ekki langan tíma. Með því að hnoða hindberin vel í deginu þá litast degið bleikt og skonsurnar verða alveg æðislega sætar og krúttlegar.

léttar hindberja skonsur

Léttar og mjúkar hindberja skonsur, uppskrift: 

 • 315 g hveiti
 • 50 sykur
 • 1 msk lyftiduft
 • ¾ tsk salt
 • 85 g smjör, skorið í teninga og fyrst
 • 1 bolli frosin hindber
 • 240 ml rjómi
 • 1 egg
 • 1 ½ tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Skerið smjörið í litla teninga og setjið í frystinn í 5-10 mín.
 2. Stillið ofninn á 220°C.
 3. Setjið hveiti, sykur, lyftiduft og salt í matvinnsluvél, blandið létt saman.
 4. Þegar smjörið er orðið nánast frosið setjið það í matvinnsluvélina og vinnið það saman við hveitið í um það bil 1 mín.
 5. Setjið hveitiblönduna í stóra skál. Bæti frosnu berjunum út í, rjómanum, egginu og vanilludropunum. Vinnið blönduna saman með höndunum þangað til hægt að er mynda stóran bolta út blöndunni. Ef blandan er of þurr setjið þá meira af rjóma, 1 tsk í einu.
 6. Fletjið úr boltanum á smjörpappír og myndið 15-18 cm hring. Skerið hringinn eins og pizzu í 8 bita.
 7. Raðið bútunum þannig að 2,5 cm er á milli þeirra.
 8. Bakið í 20 mín eða þangað til hægt er að stingja prjón í skonsurnar án þess að komi neitt með prjóninum þegar hann er tekinn úr.

léttar hindberja skonsur

léttar hindberja skonsur

léttar hindberja skonsur

léttar hindberja skonsur

Verði ykkur að góðu!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5