Linda Ben

Leynitrixið að fullkominni en einfaldri bearnaise sósu

Recipe by
| Servings: 3 manns

 Það eru til ótal leiðir til að gera fullkomna bearnaise sósu og getur innihaldslistinn náð yfir 15 innihaldsefni í sumum uppskriftum.

Leynitrixið að fullkominni bernaise sósu

Þetta er uppskriftin sem ég nota þegar ég geri bearnaise sósu. Hún er svolítið laus um sig þegar kemur að því sem bragðbætir hana en það gerir það að verkum að hver og einn getur gert sósuna eins og honum finnst hún best!

Leynitrixið sem gerir hana svo góða liggur hinsvegar í hvernig eggjarauðurnar eru þeyttar!

Leynitrixið að fullkominni en einfaldri bernaise sósu:

 • 4 eggjarauður
 • 400 g smjör
 • 2-3 tsk bearnaise essens (magn eftir smekk)
 • u.þ.b. 2 tsk estragon (magn eftir smekk)
 • salt og pipar (magn eftir smekk)

Aðferð:

 1. Mikilvægt er að eggjarauðurnar hafi náð stofuhita þegar þær eru þeyttar. Byrjið því á því að brjóta eggin og aðskilja eggjahvítu og eggjarauður.
 2. Bræðið smjörið á vægum hita. Hellið því svo í aðra skál eða litla könnu svo það kólni örlítið.
 3. Þeytið eggjarauðurnar varlega í nokkra stund með rafmagnsþeytara, takið þeytarann upp reglulega og teiknið áttu (8) snögglega með því sem lekur af þeytaranum ofan í skálinni. Ef það tekst að teikna áttu og hún sést greinilega (samlagast ekki um leið restinni af eggjarauðunum heldur tekur nokkrar sekúndur) þá eru eggjarauðurnar tilbúnar.
 4. Hellið smjörinu út í eggjarauðurnar í lítilli bunu með þeytarann í gangi. Gerið þetta í nokkrum skrefum.
 5. Setjið bearnaise essens, estragon og salt og pipar út í sósuna eftir smekk. Gott að byrja á litlum skammti og auka svo eftir smekk.
 6. Berið fram með ykkar uppáhalds steik!

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Leynitrixið að fullkominni bernaise sósu

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Category:

2 Reviews

 1. Guðrún Blöndal

  Þessi heppnast alltaf og er alltaf jafnvinsæl – takk fyrir mig

  Star
 2. Linda

  Frábært að heyra! 😊

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5