Linda Ben

Ljúf og bragðgóð gulrótakaka með silkimjúku rjómaostakremi

Recipe by
1 klst og 20 mín
Prep: 30 mín | Cook: 50 mín | Servings: 15 manns

Maðurinn minn átti afmæli um helgina og hann fékk því að ákveða hvað ég myndi baka fyrir hann. Hann valdi sér gulrótaköku og bakaði ég þá þessa ljúfu klassísku köku fyrir hann.

Kakan heppnaðist mjög vel að öllu leyti, silki mjúk, létt og kremið alveg ótrúlega gott.

_MG_3969 copy

Gulrótakaka:

 • 6 egg
 • 2 dl púðursykur
 • 2 dl sykur
 • 6 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 3 tsk kanill
 • 1 tsk múskat
 • 2 1/2 dl matarolía
 • 3-4 dl rifnar gulrætur

Aðferð: 

 1. Byrjað er á að hita ofninn í 180°C og á blástur.
 2. Sykur og egg eru hrærð saman í skál.
 3. Öllum þurrefnum er blandað í aðra skál og hrært svo varlega við eggjablönduna.
 4. Olíunni er svo bætt næst út í ásamt gulrótunum.
 5. Ég mæli því með að þið notið tvö 22 cm hringform í staðin fyrir 26 cm eins og ég notaði. Þá verður kakan hærri og fallegri hjá ykkur.
 6. Smyrjið formið deilið deiginu jafnt á milli.
 7. Kökurnar eru svo bakaðar í 30-40 mín eða þangað til hægt er að stinga pinna ofan í kökurnar án þess að neitt deig komi með.

_MG_3981 copy

Krem

 • 400 gr smjör
 • 400 gr rjómaostur
 • 1000 gr fljórsykur

Aðferð:

 1. Byrjað er á að hræra smjörið vel þangað það er orðið lofmikið og mjúkt.
 2. Þá er rjómaostinum hrært saman við og svo flórsykrinum blandað mjög hægt saman við.
 3. Þegar báðir kökubotnarnir eru orðnir kaldir er toppurinn skorinn af þeim svo kökubotnarnir séu alveg flatir.
 4. Neðri botninn er settur á fallegan disk og 1/3 af kreminu smurt yfir botninn.
 5. Næst fer efri botninn ofan á og afganginum af kreminu smurt ofan á kökuna og meðfram hliðunum.
 6. Það er svo hægt að skreyta kökuna að vild en ég valdi að skreyta mína með pakanhnetum á hliðunum og svo heslihnetukurli ofan á.

_MG_3968 copy

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5