Linda Ben

Ljúffeng bláberja hafraskyrhrákaka

Recipe by
4 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Hér höfum við svo ljúffenga og holla bláberja hafraskyrhráköku sem tikkar í öll boxin hvað varðar bragð og holl og góð næringarefni. Hún inniheldur engan hvítan sykur heldur örlítið af hunangi.

Það er gott að eiga þessa skorna í bita inn í frysti og fá sér sneið þegar manni langar í eitthvað gott. Eins er upplagt að smella í þessa fyrir vinkonuboðið eða brönsinn.

Ljúffeng bláberja hafraskyrhrákaka

Ljúffeng bláberja hafraskyrhrákaka

Ljúffeng bláberja hafraskyrhrákaka

Ljúffeng bláberja hafraskyrhrákaka

Hrákaka

  • 120 g hafrar
  • 30 g kókosflögur
  • 100 g döðlur sem legið hafa í bleyti
  • 50 g möndlusmjör
  • 2 msk hafrajógúrt með vanillu og kókos frá Veru Örnudóttir

Hafraskyrlag

  • 150 g kasjúhnetur sem legið hafa í bleyti
  • 300 g hafraskyr með bláberjum frá Veru Örnudóttir (skipt í tvennt og notað 2x í uppskriftinni)
  • 1 dl kókosrjómi
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk hunang

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa hrákökubotninn með því að setja öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til orðið að þykku mauki.
  2. Þrýstið blöndunni í botninn á kökuformi, ég notaði 10×30 cm form en þú getur notað hvaða form sem er sambærilega stórt.
  3. Setjið kasjúhneturnar í blandara ásamt 150 g hafraskyri, kókosrjóma, vanilludropum og hunangi, blandið þar til alveg silkimjúkt mauk hefur myndast. Hellið blöndunni yfir hafrabotninn.
  4. Setjið 150 g hafraskyr yfir blönduna, notið matskeið og dreifið því yfir, takið svo mjóa endann af skeiðinni og dragið skyrið til svo það blandist fallega saman við.
  5. Setjið í frysti og frystið a.m.k. í 3 klst eða lengur. Skerið í bita og geymið bitana í frysti, takið út u.þ.b. 10-15 mín fyrir notkun.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5